Smælað framan í heiminn – Nýr þáttur af Bíóbæ

Í nýjasta þætti af kvikmyndaþættinum Bíóbæ, sem frumsýndur var á Hringbraut í gær, smæla þeir Bíóbærsbræður Gunnar Anton og Árni Gestur framan í heiminn, svitna í eldhúsinu og neita að klippa.

Rætt er um nýja hryllingsmynd, Smile, sem þótti svo góð að henni var gefið tækifæri til að koma í bíóhús; en upphaflega stóð til að hún kæmi einungis á streymisveitur. Svo er það Boiling Point – mynd sem tekin er í einni heilli töku án þess að klippa – sem fjallar um stressandi kvöld í lífi stjörnukokks. Í tilefni af þessari löngu töku – þá ræða umsjónarmenn aðrar kvikmyndir sem hafa verið bara ein löng taka; eins og Russian Ark, Victoria – nú eða myndir sem hafa þóst vera ein löng taka, eins og 1917 og Birdman.

Sjáðu þáttinn hér fyrir neðan: