Skrímsli í nýrri Hunger Games-stiklu

Ný stikla úr The Hunger Games: Mockingjay – Part 2 er komin út. Þar hvetur Katniss Everdeen fólk til að steypa forsetanum Snow af stóli og beina vopnum sínum að honum. 24 - The Hunger Games Mockingjay - Part 2

Einnig berjast Katniss og vinir hennar við ófrýnileg skrímsli sem herja að þeim.

Philip Seymour Hoffman bregður sömuleiðis fyrir í stiklunni en þetta var síðasta myndin hans áður en hann lést.

Um er að ræða fjórðu og síðustu Hunger Games-myndina og er hún væntanleg í bíó í nóvember. Reyndar hefur verið rætt um að halda áfram með Hunger Games-kvikmyndabálkinn í einhverju formi en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum.