Skortur á góðum kvenhlutverkum

Carey Mulligan segir að skortur sé á virkilega góðum hlutverkum fyrir konur í kvikmyndaiðnaðinum.

FL01_010.jpg

Mulligan er stödd á Cannes-hátíðinni þessa dagana við kynningu á nýjustu myndum sínum, The Great Gatsby og Inside Llewyn Davis eftir Coen-bræður.

Hún segist hafa verið ótrúlega heppin með hlutverk sín til þessa.  „Ég hef fengið rosalega góð tækifæri og fólk hefur verið mjög vingjarnlegt við mig. Ég hef fengið nokkur frábær hlutverk. Stundum er skortur á góðum hlutverkum fyrir konur. Þess vegna er yndislegt að taka þátt í viðburði sem þessum þar sem konum er gert hátt undir höfði,“ sagði Mulligan á viðburði í Cannes sem var haldinn til að heiðra konur í kvikmyndum. Nicole Kidman, Rooney Mara og Naomie Harris voru einnig á meðal gesta.

Stutt er síðan niðurstöður rannsóknar við háskólann í Suður-Kaliforníu sýndu fram á að bitastæð hlutverk kvenna í kvikmyndum hafa ekki verið færri í fimm ár.