Sjáðu The Raid annað kvöld

Það er með ólíkindum hvað ein hasarmynd getur fengið gott umtal, og orðið á götunni segir að ef þú spyrð einhvern sem hefur séð The Raid hvort hún standist alveg væntingar eftir allt hæpið, þá er kinkað bara kolli og sagt að hasarinn sé skemmtilegri og fjölbreyttari en maður heldur. Hinir hörðustu gagnrýnendur (nema Roger Ebert) hafa verið ofsalega duglegir í að hrósa þessari mynd með stóru orðunum sínum, og Kvikmyndir.is er að deyja úr spenningi yfir því að halda fyrstu forsýningu landsins á þessari mynd, þremur vikum fyrir frumsýningu.

Forsýningin verður haldin í Laugarásbíói, á morgun (s.s. miðvikudaginn), kl. 20:00. Það er því miður ekki hægt að kaupa miða á þessa sýningu. Það er bara gestalisti og ef þig langar að eiga séns á fríum sætum þá máttu senda mér nafn þitt og kennitölu í tölvupósti (tommi@kvikmyndir.is) og á morgun mun ég draga út nöfn af handahófi. Ég tek það fram að kennitalan er nauðsynleg því við megum ekki bjóða þeim sem eru yngri en 16 ára.

Vonandi sjáumst við í bíó. Ekki svo gleyma hjálmunum.