Í kvöld verður massastemmning uppi í Laugarásbíói. Kl. 20 verður fyrsta forsýning landsins á Jackass 3D haldin og að sjálfsögðu hlélaus. Við minnum á að það er enn til haugur af miðum. Þú getur keypt þá af netinu hér, en til að gera miðakaupin þægilegri fyrir þá sem ekki eru með kreditkort verður hægt að kaupa miða í miðasölu bíósins frá og með kl. 17:30 í dag og alveg fram að sýningu.
Við höfum tekið frá yfir 100 miða til að selja við dyrnar þannig að þú ert alveg bókaður um að fá miða. Ég vil hins vegar minna gesti á að koma með sín eigin 3D gleraugu ef þeir geta svo þeir þurfi ekki að borga þennan glataða aukakostnað (skilst reyndar að gleraugun kosti eitthvað rétt yfir 100 kall).
Annars vonumst við til að sjá sem flesta í kvöld. Fínt að kúgast svona með heilum sal á fínum föstudegi 🙂
T.V.



