Síðustu sýningar Hangover á 350 kall

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá SAMbíóunum:

Í tilefni af gríðarlegum vinsældum gamanmyndarinnar The Hangover á Íslandi hafa Sambíóin ákveðið að bjóða áhorfendum að sjá kvikmyndina á einungis 350 kr. frá og mánudeginum 21. sept. til fimmtudagsins 24. sept. ATH. að þetta eru allra síðustu sýningar á myndinni, síðasta sýning verður fimmtudaginn 24. sept.

Nú þegar hafa yfir 61,000 manns séð gamanmyndina, sem gerir hana að vinsælustu mynd ársins en myndin er auk þess vinsælasta gamanmynd sem hefur verið á Íslandi.