Eftir gríðarlega velgengni Shrek myndanna, Shrek, Shrek 2 og Shrek the Third þá hefur verið ákveðið að koma græna skrímslinu í leikhús í Bandaríkjunum. Upprunalegu myndinni ku hafa verið breytt í söngleik sem nefnist Shrek: The Musical.
Leikarinn Brian d’Arcy verður að dvelja í tvær klukkustundir á dag í förðunarstólnum áður en hann getur stigið á svið sem aðalsöguhetjan, tröllið Shrek sem Mike Myers talsetti í teiknimyndunum frægu. Söngleikurinn mætir á Brodway sviðið fræga í Bandaríkjunum þann 8.nóvember næstkomandi, en sýningar hefjast í Seatlle 10.september næstkomandi.
Á meðan sýningar á söngleiknum standa yfir þá er undirbúningur hafinn við gerð næstu Shrek myndar sem nefnist Shrek goes Fourth, en hún verður í þrívídd.
Ég spyr að því sama og Joblo, hver leikur Donkey í leikritinu ?

