Scorsese og von Trier að endurgera Taxi Driver?

Og ekki nóg
með það, heldur með Robert De Niro í
aðalhlutverkinu?

Bíddu, ha?

Fréttir,
mjög óstaðfestar á þessum tímapunkti, eru að berast þessa dagana um að Martin Scorsese hafi haft samband við Lars von Trier um að endurgera Taxi Driver
saman. Með Robert De Niro í aðalhlutverkinu.

Þetta er
aðeins orðrómur í bili, en honum er dreift af miðlum sem segja helst ekki frá
fréttum án þess að hafa góða ástæðu fyrir því. Til dæmis hefur danska
kvikmyndablaðið Ekko það eftir
framleiðanda flestra mynda von Triers, Peter
Aalbak
að hann vildi ekki neita þessum orðrómi þegar hann var borinn upp á
hann.

Það er
svosem ekki einsdæmi að sígild mynd sé endurgerð af sama leikstjóra, þar sem Alfred Hitchcock gerði The Man Who Knew Too Much tvisvar á
meðan Michael Haneke gerði tvær Funny Games-myndir, eina á þýsku og aðra
á ensku. Hins vegar bendir nafn von Triers í þessu samhengi til þess að hann
muni mögulega leikstýra endurgerðinni, á meðan það að hafa hinn 66 ára gamla De
Niro í aðalhlutverkinu setji spurningamerki við hvort og þá hvernig persónu Travis Bickle verður breytt. Svo hafa
De Niro og Scorsese rætt um það í mörg ár að gera framhald af Taxi Driver, án
þess nokkurn tíma að gera neitt í því. Það skyldi þó ekki vera að gerast núna?