Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Leslie Banks og Edna Best leika hjón sem eru á ferðalagi í Sviss þegar vinur þeirra, sem í raun er njósnari, er myrtur og áður en hann deyr nær hann að segja þeim frá fyrirhuguðu morði á háttsettum manni sem á að eiga sér stað í London en morðinginn(Peter Lorre) er snar í snúningum og rænir dóttur þeirra hjóna og hótar að myrða hana ef þau segja einhverjum frá áætlun sinni. Fín mynd í alla staði og Peter Lorre er frábær vondi kall og þess má geta að Hitchock endurgerði þessa mynd sjálfur undir sama nafni rúmlega 20 árum síðar og þá með James Stewart og Doris Day í aðalhlutverkum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Edwin Greenwood, A.R. Rawlinson
Framleiðandi
Gaumont
Frumsýnd á Íslandi:
3. apríl 2016