Arnold Schwarzenegger var boðið á einkasýningu á væntanlegri Terminator: Salvation sem mun vera sú fjórða í röðinni, en eins og flestir muna þá lék ríkisstjórinn stórt aðalhlutverk myndanna þriggja sem voru á undan. Terminator: Salvation er þó alls ekki tilbúin, en framleiðendurnir leyfðu honum að sjá það efni sem er til taks.
„Ég veit ekki alveg hvernig þessari á eftir að ganga. Þeir sýndu mér ýmist efni en ég hafði enga tilfinningu fyrir myndinni. Ég sá ekki nógu mikið, ég veit ekki einu sinni hver Terminator er eða hvort hann sé í þessari mynd. Ég vona þó að hún græði fullt af pening, en ég verð að segja að ef hún fær ekki 10 í einkunn þá á peningurinn ekki eftir að koma í kassann.“ sagði Arnold Schwarzenegger í viðtali.
Þess má til gamans geta að í sama viðtali sagði Arnold Schwarzenegger að hann dýrkaði myndina Wanted og að hann fengi six-pack bara af því að hlægja að Will Ferrell.
Tökur standa nú yfir á Terminator: Salvation en The Dark Knight hetjan Christian Bale leikur stórt hlutverk í myndinni. Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús 22.maí á næsta ári.
Mitt álit
Ég tel það vera mistök að leyfa Schwarzenegger að sjá myndina svona snemma, því það er í raun ómögulegt að dæma hana eftir að hafa ekki séð myndina í fullri lengd. Framleiðendurnir eiga því eftir að súpa seyðið af þessari ákvörðun, því það er alls ekki gott mál ef Schwarzenegger, Terminatorinn sjálfur, er óhress með afraksturinn.

