Sex and the City stjarnan Sarah Jessica Parker og eiginmaður
hennar,leikarinn Matthew Broderick, sem meðal annars lék í Inspector Gadget, The Producers og Ferris Bueller’s Day Off hafa eignast tvíburastelpur með hjálp
leigumóður, að því er talsmaður hjónanna hefur upplýst.
Parker sem er 44 ára og Broderick sem er 47 ára, eiga fyrir
6 ára gamlan son. Dæturnar, sem nú þegar
hafa verið nefndar Marion Loretta Elwell og Tabitha Hodge, fæddust á mánudaginn
í Ohio í Bandaríkjunum.
“Börnin dafna vel og öll fjölskyldan er í skýjunum,” sögðu
hjónin í yfirlýsingu.
Tökur á framhaldi hinnar geysivinsælu Sex and The City
kvikmyndar, munu hefjast síðar á árinu.

