Náðu í appið
Öllum leyfð

The Producers 2005

(The Producers: The Movie Musical)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. mars 2006

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

New York, 1959. Max Bialystock var eitt sinn aðalgaurinn á Broadway, en núna floppa allar sýningar hans. Hlutirnir snúast hinsvegar til betri vegar þegar hinn taugaveiklaði endurskoðandi Leo Bloom kemur til sögunnar og kynnir fyrir honum útsmogna áætlun um að græða peninga á að setja upp heimsins versta söngleik.

Aðalleikarar

90 mín. hefðu frekar dugað í stað 134!
Ég viðurkenni að minning mín gagnvart upprunalegu útgáfu Mel Brooks er ekki mjög skörp. Ég sá gömlu myndina fyrir löngu síðan í æsku og sá aldrei einhverja sérstaka ástæðu fyrir því að kynna mér hana aftur. Ég veit ekki hvernig best er að nálgast þessari endurgerð hvað umfjöllun mína á henni varðar. Ég vonaðist í það minnsta eftir nokkrum skemmtilegum uppákomum (Springtime for Hitler!? Talandi um stórskemmtilega smekkleysu) ásamt hressilegum húmor frá þeim Nathan Lane og Matthew Broderick. Í lokin fékk ég aðeins helminginn af því sem að ég bjóst við.

Svo ég byrji á því neikvæða þá fannst mér myndin vera fulllöng, og fannst mér einnig eins og að myndin hafi farið langt fram yfir hápunktinn sinn. Sviðsmyndirnar eru reyndar skemmtilegar og gamli söngleikjafílingurinn nýtur sín, en lögin voru mörg virkilega dauð og tóku sum aldrei enda.

Húmorinn er mistækur, þó svo að Will Ferrell hafi átt margar ágætar senur, þótt að undirritaður sé sannfærður um að hann sé án efa mest ósannfærandi nýnasisti sem hægt er að ímynda sér. Uma Thurman fær að skemmta sér augljóslega, en sömuleiðis virkar hún hálf áttavillt. Það sem ég dáðist mest að í þessari mynd var stíllinn og kostulegur retró-fílingur sem fylgdi honum.

The Producers virkaði ekki á mig eins og ég hefði viljað að hún gerði. Hún situr eftir í mér sem miðjumoð, og þá vegna þess að hún er hvorki leiðinleg né eitthvað stórbrotið.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.11.2015

Transfólk vill sniðganga Zoolander 2

    Benedict Cumberbatch’s role in the upcoming Zoolander 2 has come under fire for making a “cartoonish mockery” of “androgyne/trans/non-binary individuals”. The trailer for the film was released earlier th...

05.01.2013

Óskar heiðrar Bond

James Bond kvikmyndir verða í heiðurssæti á Óskarsverðlaunahátíðinni í næsta mánuði í tilefni af því að myndirnar eiga 50 ára afmæli um þessar mundir. Bond myndir hafa sjálfar aðeins einu sinni unnið Óskars...

31.01.2012

Buellerinn afhjúpaður

Í síðustu viku vöknuðu upp orðrómar og væntingar eftir að Matthew Broderick setti sig í spor Ferris Buellers á ný í dularfullri kitlu. Margir vonuðust eftir framhaldinu sem Broderick hafði sjálfur lengi neitað að myn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn