Náðu í appið
Spaceballs
Öllum leyfð

Spaceballs 1987

May the schwartz be with you

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 46
/100

Roland konungur á plánetunni Druidia vill að dóttir sín Vespa prinsessa giftist Valium prinsi. Vespu er hinsvegar rænt af hinum illa þjóðflokki Spaceballs. Spaceballs biður um óheyrilegt lausnargjald; allt andrúmsloft á Druidiu ( loftið hjá Spaceballs þjóðinni var mengað ) Kóngurinn ákveður að bjóða geimkúrekanum Lone Starr háa peningaupphæð fyrir að... Lesa meira

Roland konungur á plánetunni Druidia vill að dóttir sín Vespa prinsessa giftist Valium prinsi. Vespu er hinsvegar rænt af hinum illa þjóðflokki Spaceballs. Spaceballs biður um óheyrilegt lausnargjald; allt andrúmsloft á Druidiu ( loftið hjá Spaceballs þjóðinni var mengað ) Kóngurinn ákveður að bjóða geimkúrekanum Lone Starr háa peningaupphæð fyrir að halda í leiðangur og bjarga Vespu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (7)


Pure snilld, og ekkert annað. Hér er gert grín að helstu fantasíu myndum, eins og Star Wars o.fl, og er útkoman stórkostleg. Mel Brooks, Rick Moranis, John Candy(bless his memory) og Bill Pullman eru virkilega fyndin hver í sínu hlutverki. Klassamynd sem allir ættu að vera búnir að sjá, og er alveg pottþétt ein af bestu grínmyndum sem hefur verið gerð. 4 stjörnur, pottþétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spaceballs er að mínu mati ein af bestu myndum leikstjórans Mel Brooks sem leikstýrði líka m.a myndum eins og Young Frankenstein, Blazing Saddles og Robin Hood: Men in thights. Myndin er grín af Star Wars og fjallar um tvo náunga, Lonestar (Bill Pullman) og Barf (John Candy) sem eru í vondum málum því að þeir skulda illmenninu Pizza the hut, milljón spacebucks og þeir hafa lítin frest til að afla peningana. Þá allt í einu er hringt í þá og það er kóngur Druidiu sem biður þá um að bjarga dóttur sinni princess Vespa, sem hefur verið rænt af hinum illa Dark Helmet (Rick Moranis). Kóngurinn býðst til að borga þeim milljón ef þeir ná henni aftur. En dark helmet og yfirmaður hans sem ég man ekki alveg hvað heitir (samt leikinn af Mel Brooks) láta það ekki gerast svo auðveldlega. Og svoleiðis hefst ævintýri þeirra vinana er þeir reyna að bjarga prinsessunni og þeir verða að ferðast um eyðimerkur og geimskip og svoleiðis stuff og hitta í leiðinni margt athyglisvergt fólk, eins og t.d Yogurt hinn mikla(sem er leikinn af Mel Brooks). Myndin er frábær og á skilið þrjár stjörnur fyrir snilld sína og hina mörgu brandara sem finna má í myndinni (skora á ykkur að reyna að telja þá).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nú bra anskoti góð grínmynd þeir sem hafa séð myndinn vita að það er verið að gera grín af star wars og star trek þanig leikstjóri er Mel Brooks það eina sem mér finnst vera gallað við þessa mynd er roðuninn á leikurunum það er það sem ég vil helst gagnrýna við myndir en stundum er bra bullað þegar það er verið að setta upp castið eins og þið sjáið þá er Mel Brooks nefndur fyrstur afhverju jú vegna þess að hann leikstýrði myndinni! hann sést ekki mikið í myndinni en myndinn er rosa fyndinn en það er alltaf skemmtilegast að horfa á hana í fyrsta skipti ég hef reyndar horft á hana oft og og pælt í henni ekki einu sinni John Candy og Rick Moranis eru rétt staðsetir raunverulegt cast er


Lone Starr: Bill Pullman


Dark helmet: Rick Moranis


Princess Vespa: Daphne Zuniga


Barf: John Candy


Colonel Sandurz: George Wyner


President Skroob/Yogurt: Mel Brooks


King Roland: Dick Van Patten


the voice of Dot Matrix: Joan Rivers

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spaceballs var fyrsta mynd sem ég horfði á á ævinni sem var ekki teiknimynd, fyrsta mynd sem ég horfði á á ævinni var Lion King. Þessi mynd er leikstýrð af Mel Brooks, ég er bara búinn að sjá fjórar myndir sem Mel Brooks leikstýrir og það eru Blazing Saddles, Silent Movie, Spaceballs og Robin Hood Men In Tights. Hann leikur líka í mörgum myndum sem hann leikstýrir eins og Mel Gibson og hann hefur leikið í öllum myndunum sem ég hef séð með honum. Aðalhlutverk eru: Mel Brooks(Robin Hood Men In Tights), Rick Moranis(Ghost Busters), Bill Pullman(Independence Day), John Candy(Planes Trains And Automobiles) og Daphne Zuniga(The Sure Thing). Í þessari mynd er mikið verið að gera grín af Star Wars myndunum. Þessi mynd fjallar um mann nafni Dark Helmet(Rick Moranis) sem rænir Prinsessu að nafni Vespa og tveir menn(Bill Pullman) og (John Candy) reyna að bjarga henni. Þessir menn heita Lone Starr(Bill Pullma) og hinn er hálfur maður og hálfur hundur eða Mog sem heitir Barfolomew(John Candy).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein fyndnustu myndin sem gerðir hafa verið, Mel Brooks er ekkert annað en snillingur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn