Sandler setur eigin dauðdaga á svið

Ný Adam Sandler mynd verður frumsýnd á Neflix vídeóleigunni bandarísku þann 27. maí nk., eða um Memorial Day helgina þar vestra.

Um er að ræða aðra bíómyndina sem Adam Sandler gerir fyrir Netflix, en sú fyrsta var Ridiculous 6, sem fékk vægast sagt misjafnar viðtökur.

adam sandler

Söguþráður The Do Over er í stuttu máli svona: Líf bankastjóra fer á hvolf þegar gamall vinur hans platar hann til að setja eigin dauðdaga á svið og fara í ævintýraferð með ný persónueinkenni.

Með helstu hlutverk fara Adam Sandler að sjálfsögðu, sem Max, og David Spade, sem Charlie.

Sjáðu fyrstu kitluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjóri er Steven Brill, sem hefur unnið lengi með Sandler, og stýrt myndum eins og Little Nicky og Mr. Deeds.

Á meðal leikenda eru einnig Paula Patton, Kathryn Hahn, Luis Guzman, Michael Chiklis, Sean Astin, Catherine Bell, Natasha Leggero, Nick Swardson, Torsten Voges, Renee Taylor og Matt Walsh.

Adam Sandler og David Spade eiga sér langa sögu saman í bíómyndum og sjónvarpi, en þeir léku fyrst saman í Coneheads frá árinu 1993, og hafa síðan þá leikið í ýmsum myndum saman, nú síðast í Grown Ups og Grown Ups 2.