Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

Little Nicky 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2000

He's Never Been To Earth. He's Never Even Slept Over Some Other Dude's House.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Nicky litli er dekurdúkkan hans pabba síns í Helvíti. Hann er sonur Satans, sem erfði starfið frá föður sínum, Lúsífer. Satan vill nú setjast í helgan stein, en enginn sona hans er nógu góður til að taka við af honum. Cassius er stór og sterkur, en skortir góðmennsku til að ná að vera starfinu vaxinn. Svo er það Adrian, sem er bæði mjög heitur og klár,... Lesa meira

Nicky litli er dekurdúkkan hans pabba síns í Helvíti. Hann er sonur Satans, sem erfði starfið frá föður sínum, Lúsífer. Satan vill nú setjast í helgan stein, en enginn sona hans er nógu góður til að taka við af honum. Cassius er stór og sterkur, en skortir góðmennsku til að ná að vera starfinu vaxinn. Svo er það Adrian, sem er bæði mjög heitur og klár, en býr ekki yfir neinni góðmennsku, alls engri. Og svo er það Nicky, sem býr yfir góðmennsku, en skortir alla illsku. Honum er nú sagt að sleppa illskunni innra með sér lausri, en það verður hann að gera til að geta bjargað föður sínum. Cassius og Adrian yfirgefa Helvíti, og þar með frýs eldveggurinn sem hleypir glötuðum sálum inn í Helvíti. Þar sem engar sálir fá inngang, þá byrjar Satan að veslast upp og deyja. Nú þarf Nicky litli að fara og finna bræður sína, troða þeim ofaní flösku og fara með þá aftur niður í Helvíti á sama tíma, til að bjarga lífi Satans. Ef Nicky deyr á Jörðu, þá mun hann geta komist í gegnum frosna vegginn og aftur upp á Jörðu. Hann hefur aðeins viku til að vinna verkefnið, en það sem gerir þetta enn erfiðara en ella er að Cassius og Adrian eru miklu sterkari en hann.... minna

Aðalleikarar


Þrjár og hálfa stjörnu fær þessi mynd fyrir að vera góð afþreying en ekki fyrir handrit né fyrir gott framlag til kvikmyndagerðarinnar. Hún ber þess skýrt merki að hér hafi menn fengið að leika sér að vild... ...allur húmor látinn flakka þar sem honum var við komið. Tæknibrellur og leikmynd eru líka býsna góð. ...ef þú hefur haft gaman af Three Amigos, Hot Shots, Naked Gun og myndum í þeim dúr.. þá gæti þessi hentað þér ágætlega.. ..en ef þú þolir ekki að Adam Sandler leiki fávita skaltu ekki fara á hana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð því miður að segja að þetta er rangur dómur hjá mörgum hérna á þessari síðunni. Þessi mynd er ágæt og maður verður að fýla aulahúmor til að skilja þessa mynd. Adam Sandler lék frekar vel í þessari mynd sem Little Nicky. Mynd eins og þessi eiga bara allir unglingar að sjá. Hún er alls ekki fyrir fullorðna. Hún getur verið fáranleg en af hverju gef ég henni svona margar stjörnur. Hún var svo fáranleg og mikið rugl að ég bara...bara hló. Ég skil ekki hvernig leikarar á borð við Harvey Keitel,Resse weatherspoon,Rokkarinn Ozzy Osbourne(Black Sabbath) og Carl Weathers(Betur þekktur sem Apollo Creed í Rocky) að fara leika í þessari mynd. Harvey leikur hinn illa Satan(Djöfullin) á meðan Resse leikur engillin(eða Guð(hver veit) sem er alveg fáranlegt). Söguþráðurinn er hreint og sagt stórkostlegt kjaftæði. Myndinn getur eða oft er hún frekar fyndinn og þá var líka fullt af fyndinn atriðum(Byrjunar atriðið sem John Lovitz leikur perra var fyndið, breyta kók í pepsi var líka fyndið). Ég þarf að segja aðeins um hvað þessi mynd er um, annars veit enginn hvað hún er um. Hún fjallar um tvö syni Satans sem fara til jörðu og Satan getur ekki fengið orku(bullshit). Það er aðeins einn sem getur bjargað honum, og það er enginn annar en Little Nicky(adam sandler) sem er sonur Satans. Hann fer með einhverja flösku og hittir á jörðinni talandi hund sem mun hjálpa honum. Hann er í New York og hann sér að þeir eru hérna einhversstaðar. Ég segi bara nú það að það er hægt að hlæja að þessari mynd, en kannski ekki hjá sumum en þó nokkuð oft hjá mér. Kannski munu margir gleyma þessari mynd og sumir munu elska hana. Ef þið ætlið að sjá hana, þá skuluð þið aðeins hlæja, ekki pæla í söguþráðnum. Það gerðu örugglega margir. Þetta voru lokaorð mín. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Með skárri myndum frá sprellaranum Adam Sandler. Hægt að hlæja að henni á köflum og slatti af góðum leikurum eiga sín ,,apperance´´. Handritið er reyndar ekki ýkja djúpt skirifað en inniheldur ýmislegt skemmtilegt(til að mynda atriðið í kirkjunni, kókinu sem breyttist í pepsí og kannabiskökuna)sem hefur komið þokkalega út á skerminn. En gallarnir eru líka til staðar, húmorinn er ekki alltaf fyndinn þó að hann sé það á köflum(eins og áður sagði) og Sandler er næstum því gjörsamlega glataður í titilhlutverkinu. Af öllum þessum leikurum sem taka þátt í þessari mynd er Sandler eiginlega sá sem hvað stendur sig verst. Þokkaleg mynd samt þegar allt kemur til alls og það má alveg kíkja á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg óskiljanlegt að þetta þektur og góður leikari skuli taka að sér að leika í svona þvælu.

Ég hef verið mikill Adam Sandler fan eins og svo margir aðrir, en álit mitt á honum sem leikara datt niður um 2/3.

Þetta er ein sú mesta þvæla og leiðindar mynd sem ég hef séð.

Ef þú ert 7 ára þá gæti verið að þér finnist þetta góð mynd, en ef þú ert eldri en það þá bara verð ég að vara þig við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Söguþráðurinn er algjört bull og breski djöflabróðirinn er svartur blettur á myndina en engu að síður ágætis skemmtun, bráðfyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.03.2016

Sandler setur eigin dauðdaga á svið

Ný Adam Sandler mynd verður frumsýnd á Neflix vídeóleigunni bandarísku þann 27. maí nk., eða um Memorial Day helgina þar vestra. Um er að ræða aðra bíómyndina sem Adam Sandler gerir fyrir Netflix, en sú fyrsta var...

17.11.2014

Joe Dirt snýr aftur

Gamanleikarinn David Spade mun snúa aftur í hlutverki sínu sem seinheppni lúðinn Joe Dirt í samnefndri framhaldsmynd. Myndin mun bera heitið Joe Dirt: A Beautiful Loser og verður beint framhald að þeirri fyrstu. Upprunalega myndin k...

21.05.2014

Vandræði eftir einnar nætur gaman

Miðvikudaginn 21. maí munu SAMbíóin frumsýna gamanmyndina Walk of Shame með Elizabeth Banks í aðalhlutverki. Eftir einnar nætur gaman vaknar fréttaþulurinn Meghan Miles skelþunn, peningalaus, símalaus, skilríkjalaus,...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn