Leikstjórinn Sam Raimi, sem þekktur er fyrir Spider Man myndir sínar, mun ekki leikstýra næstu mynd um köngulóarmanninn, og hefur tekið sér góðan tíma í að velja hver næstu verkefni hans verða.
Collider.com birtist á vefsíðu sinni nýtt viðtal við leikstjórann þar sem hann talar meðal annars um World of Warcraft myndina sem hann er með í vinnslu, sem gera á eftir samnefndum tölvuleik. Í viðtalinu ræðir hann einnig um möguleikann á að hann taki að sér leikstjórn Hobbitans, en eins og sagt hefur verið frá hér á síðunni þá varð leikstjóri þeirrar myndar,Guillermo Del Toro, að hætta við að taka að sér verkefnið.
I vídeóinu hér að neðan sést hann meðal annars ræða um þetta í tímaröð:
00:35 tekur hann mark á orðrómi um hvað hann ætli sér í framtíðinni
1:00 Talar um möguleikann á að hann taki að sér Hobbitann.
1:25 Hver verður hans næsta mynd.Segir að hann hafi verið að lesa handritið að OZ.Hann sé þó ekki viss um að hann taki verkefnið að sér.
2:00 World of Warcraft. Hvað finnst honum mest spennandi við kvikmyndagerð.Talar um skrýmsli,landslag ofl.
2:45 Mun myndin ( WOW ) gerast í raunveruleikannum eða inni í leiknum.
3:30 Afhverju er svona erfitt að gera mynd eftir töluleik.
4:15 Hann þekkir vel persónurnar sem hann skapar
4:40 Mun WOW myndin eiga sér stað í WOW eða mun fólk verða í hinum raunverulega heimi. Hann segir að myndin muni eiga sér stað í leiknum alfarið.
5:40 Hvernig velur hann verkefnin sín. Hann segist elska WOW leikinn.
6:00 Hefur hann einhverntímann setið og spilað leikinn frá morgni til kvölds. Hann segir skemmtilega sögu um leikinn og karaktera. Aðdáendur ættu að hafa gaman af þessu sem hann segir hér.
6:50 Er framleiðslufyrirtækið spennt fyrir myndinni. Hann segir að legendary Pictures/Warner Bros framleiði.
7:30 Eru fleiri járn í eldinum hjá honum, eða eru það bara WOW og OZ.
8:15 Mun hann gera aðra mynd eins og Drag Me To Hell, eða er hann hættur í hryllingsmyndageiranum.
Hér er viðtalið að neðan, góða skemmtun:
Sam Raimi Interview WORLD OF WARCRAFT Movie Saturn Awards 2010 – The best video clips are here

