Paul Rudd og Alexander Skarsgard munu leika aðalhlutverkin í framtíðartryllinum Mute í leikstjórn Duncan Jones.
Myndin gerist í Berlín eftir 40 ár og fjallar um Leo Beiler (Skarsgard), mállausan barþjón sem leitar stóru ástarinnar sinnar sem virðist hafa horfið sporlaust. Eina vísbendingin sem hann finnur um tilvist hennar er í gegnum bandaríska skurðlækna og leikur Rudd yfirmann þeirra.
Mute er byggð á handriti eftir Jones og Mike Johnson.
Skarsgard hefur nýlokið við leik sinn í Tarzan fyrir kvikmyndaverið Warner Bros. Rudd hefur sömuleiðis nýlokið við að leika í Captain America: Civil War fyrir Disney/Marvel. Hann sást síðast á hvíta tjaldinu í Ant-Man.