Spenntur að leika morðóðan liðþjálfa

Alexander Skarsgard var spenntur að leika morðóðan hershöfðingja í kvikmyndinni The Kill Team.

Í hlutverki morðingjans.

Skarsgard, sem lék ofbeldisfullan eiginmann í sjónvarpsþáttunum The Big Little Lies, leikur hlutverk liðþjálfans Deeks í kvikmyndinni, en Deeks fer fyrir hópi hermanna í morðum á almennum borgum í innrás Bandaríkjamanna í Afghanistan í upphafi aldarinnar. Skarsgard segist hafa hrifist af hlutverkinu, því þarna hafi ekki verið á ferðinni dæmigert illmenni.

Sagan segir frá Andrew Briggman, sem Nat Wolff leikur, ungum hermanni sem á í siðferðislegri innri baráttu þar sem hann starfar undir stjórn Deeks. Kvikmyndin er byggð á sannsögulegum atburðum, og gerð varð samnefnd heimildarmynd árið 2013.

Árið 2010 voru fimm bandarískir hermenn í Afghanistan kærðir fyrir morð á almennum borgurum. Fréttir á þeim tíma kölluðu hópinn Drápshópinn, eða „The Kill Team“. Þeir voru allir á endanum dæmdir í fangelsi, allt frá þremur árum og upp í ævilangt fangelsi.

Alexander, sem er 43 ára, viðurkennir að honum hafi ekki þótt erfitt að laga sig að hugarheimi þessarar persónu.

„Það var ekki erfitt, sem er eitthvað sem ég þyrfti líklega að tala við geðlækni útaf. Þetta var meira spurning um að móta hlutverkið og átta mig á því hvernig hann fór að því að ráðskast með herlið sitt. Það var eitthvað sem ég var sprenntur fyrir, því þetta er eins og ástarsaga með afbrýðisemi.“

Alexander er með fleiri járn í eldinum. Hann leikur aðalhlutverk í Godzilla vs. Kong, sem verður frumsýnd á næsta ári.

Hann segist hlakka til að vinna með efni af léttara tagi en því sem hann hefur verið í undanfarið, en persónurnar í Big Little Lies og The Little Drummer Girl, eru líka af myrkara taginu.

„Ég var tilbúinn að leika persónu sem var aðeins kjánalegri, og skemmta mér meira.“