Rocky 5 leikari látinn

Tommy Morrison, fyrrum þungavigtarhnefaleikari og kvikmyndastjarna úr hnefaleikamyndinni Rocky 5, er látinn 44 ára að aldri.

Hann lést á sjúkrahúsi í Nebraska í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið eftir langa baráttu við AIDS.

morrison

Umboðsmaður hans til margra ára, Tony Holden, staðfesti andlátið. Hann sagði við TMZ fréttaveituna að Morrison hefði verið á spítala í nokkra mánuði vegna veikinda.

Hann skildi við friðsællega, með eiginkonu sína við hlið sér.

Morrison greindist með HIV árið 1996, og þar með lauk hnefaleikaferli hans. Hann neitaði síðar að hafa verið smitaður og jafnvel að sjúkdómurinn væri yfir höfuð til, samkvæmt frétt TMZ fréttaveitunnar.

Árið 1990 lék Morrison aðalhlutverk í myndinni Rocky 5 ásamt Sylvester Stallone, og lék þá ungan hnefaleikamann sem æfði undir leiðsögn Rocky Balboa. Árið 1993 vann Morrison alvöru titil þegar hann sigraði hnefaleikameistarann George Foreman í baráttu um meistaratitilinn í þungavigt.

Hér fyrir neðan eru myndbönd, annars vegar af Morrison í Rocky 5 og hinsvegar af bardaga hans við Foreman: