Robocop verður R-Rated

 Endurgerð hinnar frægu RoboCop myndar frá árinu 1987 verður  væntanlega R-Rated að sögn framleiðenda myndarinnar. Fyrir þá sem ekki vita þá þýðir R-Rated ,,bönnuð börnum“ í Bandaríkjunum og gefur í skyn meiri blóðsúthellingar, nekt, blótsyrði og ofbeldi en ella.

Einnig hefur verið gert opinbert að Darren Aronofsky mun leikstýra Robocop endurgerðinni og David Self mun skrifa handritið. Darren Aronofsky er í miklum metum hjá kvikmyndaáhugamönnum, en hann er með ótrúlega sérstakan stíl sem t.d. má sjá í Requiem for a Dream, The Fountain og π.

Útgáfudagsetning hefur ekki verið ákveðin