Robert Redford í viðræðum um Captain America 2

Deadline.com segir frá því að kvikmyndagoðsögnin og Sundance kvikmyndahátíðarstjórinn Robert Redford, 76 ára eigi í viðræðum um að leika í Captain America: The Winter Soldier, framhaldinu af Captain America: The First Avenger.

Hlutverkið sem hann myndi leika er hlutverk hæstráðanda í S.H.I.E.L.D. samtökunum sem rekin eru af Nick Fury, sem Samuel L. Jackson leikur.

Leikstjórar myndarinnar verða Joe og Anthony Russo eftir handriti Christopher Markus og Stephen McFeely, en það handritsteymi skrifaði einnig Captain America: The First Avenger og framhaldið af Thor; Thor: The Dark World.

Þó að það sé alla jafna nóg að gera hjá Redford við að stýra Sundance kvikmyndahátíðinni þá lék hann nýverið í myndinni All Is Lost.

Redford leikstýrir einnig og leikur aðalhlutverkið í myndinni The Company You Keep, sem frumsýnd verður 5. apríl nk.  Aðrir leikarar í þeirri mynd eru Shia La Beouf, Stanley Tucci, Nick Nolte, Susan Sarandon, Julie Christie, Sam Elliott, Brit Marling og Chris Cooper.

Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd 4. apríl, 2014.