Reykjavík Rotterdam trailer og plakat

Það eru ennþá tvær íslenskar kvikmyndir í bíó og maður er strax farinn að tala um aðra nýjustu íslensku kvikmyndina. Reykjavík Rotterdam er nefninlega væntanleg úr smiðju Óskars Jónassonar og við vorum að fá í hendurnar trailer og plakat fyrir hana.

Reykjavík Rotterdam er leikstýrð af Óskari Jónassyni (Sódóma Reykjavík), handritið skrifaði Arnaldur Indriðason (Mýrin) og með aðalhlutverk fara Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson. Framleiðsla var í höndum Sögn/Blueeyes og það er Sena sem sér um dreifingu á Íslandi.

Get the Flash Player to see this player.


Smellið á plakatið til að stækka það