Restricted stiklur hafa nýverið orðið vinsælar á netinu því dreifingaraðilar hafa fundið örugga leið til að hísa þá á heimasíðum sínum án þess að krakkarnir okkar fái að sjá þá. Allavega fyrsta klukkutímann, eða þar til eitthver hefur sett hann á YouTube.
Við á Kvikmyndir.is höfum haft gaman af því að setja þá á síðuna okkar, enda gefa þeir mun betri hugmynd um hvort myndin sé áhugaverð eða ekki, og eru ekkert feimnir við að sýna ofbeldi og kynlíf.
Gleðifréttirnar eru þær að þeim mun líklega fjölga. Kvikmyndahúsakeðjan Regal Cinemas hefur tilkynnt að þeir muni hefja sýningar á restricted trailerum á undan völdum kvikmyndum.
Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum má ekki sýna þessa trailera nema á undan myndum sem hafa fengið aldurstakmarkið R, NT-17 eða Unrated. En þannig telja þeir að eingin óviðkomandi börn sjái þá. Hins vegar hafa kvikmyndahúsaeigendur lengi vel haldið sér algjörlega frá þessum trailerum. En vegna vinsælda þeirra á netinu hefur þeim verið gefið nýtt líf.
Fyrir þá sem hafa áhuga á, þá er hér dæmi um Restricted trailera sem við höfum sett á Kvikmyndir.is:
Forgetting Sarah Marshall
The Ruins
Rambo
Pineapple Express
The Brave One
Harold and Kumar Escape from Guantanamo Bay
Superbad
Pathology
Og fleiri á leiðinni.
Frétt fengin af Movie Marketing Madness.

