Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Superbad 2007

Frumsýnd: 28. september 2007

Come and Get Some

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Aularnir og bestu vinirnir Evan og Seth gera hér um bil hvað sem er til að vinna sér hylli stelpnanna. Þeir komast óvænt yfir heimboð í partý, og eyða heilum degi, ásamt nördavini sínum Fogell, í að komast yfir nægt áfengi fyrir partýið og til að fylla tvær stelpur, Jules og Becca, þannig að þeir geti misst sveindóminn, og farið í miðskóla eftir viðburðaríkt... Lesa meira

Aularnir og bestu vinirnir Evan og Seth gera hér um bil hvað sem er til að vinna sér hylli stelpnanna. Þeir komast óvænt yfir heimboð í partý, og eyða heilum degi, ásamt nördavini sínum Fogell, í að komast yfir nægt áfengi fyrir partýið og til að fylla tvær stelpur, Jules og Becca, þannig að þeir geti misst sveindóminn, og farið í miðskóla eftir viðburðaríkt sumar og nýja reynslu og hæfileika. En áætlun þeirra flækist þegar Fogell lendir saman við tvær klaufskar löggur, sem hægja á þeim en aðstoða þá um leið. Ef þeir ná að redda áfenginu fyrir partýið, hvað gerist þá? Verður kynlífsreynslan eina karlmennskuraunin í boði?... minna

Aðalleikarar


Ok, einhvernveginn tókst mér ekki að sjá þessa mynd fyrr en núna. Það var alveg ótrúlegt hype í kringum hana svo að minns var mjög spenntur. Stóð hún undir því? Næstum því en ekki alveg. Ég var með alltof miklar væntingar en fékk bara ágæta gamanmynd. Það tekur myndina alveg góðar 40 mín að komast á skrið og mikið af bröndurunum eru ansi barnalegir, mikið um typpabrandara til dæmis. Löggurnar voru bestar að mínu mati og Seth Rogen (önnur löggan) frábær, hann var líka annars af skrifurunum. Michael Cera var góður, reyndar er hann eiginlega alltaf eins (Juno, Arrested Development). Jonah Hill fær stórt break og er mjög góður líka, samt svipaður hér og í Knocked Up, hann á eftir að fá fleiri hlutverk út á þetta, bókað mál. Svo má auðvitað ekki gleyma McLovin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög dónaleg
Ég náði nú sjaldan að lifa mig inn í þennann heim. Strákarnir tveir rosalega leiðinlegir við hvorn annann og flesta aðra. Þeir hegðuðu sér annað hvort eins og þeir séu 10 eða 20. Feiti strákurinn var eins og boring útgáfa af Cartman og sá granni var verri í stelpu málum heldur en Stan. Það var hins vegar soldið gaman af þriðja vini þeirra. Löggurnar voru líka mjög óraunhæfar, en allavega skemmtilegir til áhorfs. Myndin byrjaði allavega mjög illa, en svo rættist eitthvernvegin soldið úr henni í endasprettinn og kom mér soldið að óvart að mér fannst þetta ekki algjör tímasóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Drykkja og fölsuð skilríki
Superbad er nokkuð skemmtileg mynd en hún nær engum almennilegum gæðum. Persónurnar eru langflestar svo leiðinlegar að manni klígjar og draga myndina niður og þegar myndin reynir að vera eitthvað alvarleg þá finnur maður fyrir einhverju sem ég get ekki skilgreint. Ekkert gott að minnsta kosti. En Superbad tekst þó að halda manni við efnið með skemmtilegum söguþræði og nokkrum frumlegum senum og allt í allt er mjög gaman að horfa á hana þó að hún skilji ekki mikið eftir sig og verður talsvert langdregin undir lokin. Það sem hana kannski helst skortir er betri leikarar sem hefðu ekki reynt svona ofboðslega mikið að vera unglingalegir og hefðu í staðinn komið með persónur sem þægilegra hefði verið að horfa á. Fullorðnu leikararnir eru aftur á móti fínir og löggurnar eru að mínu mati bestu persónurnar í myndinni. Ágætis skemmtun og nokkrir góðir brandarar. Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á superbad um daginn og mér fannst hún æðislega fyndin, hún var eitthvað svo frumleg og skemmtileg. Hún er ekki eins og allar hinar svona unglingagrínmyndir sem hafa komið út á seinustu árum sem eru allar nákvæmlega eins. Leikararnir í Superbad líta út eins og krakkar á þessum aldri líta út, strákarnir eru ekki allir einhver massatröll og stelpurnar eru ekki einhverjar sílikonbombur sem eru um 25-30 ára þó að þau eigi að vera um 18 eins og gerist svo oft í myndum og sjónvarpsþáttum. Leikurinn er góður og brandararnir fyndnir, minn uppáhalds er þegar gaurinn sem er að keyra með strákana spyr hvort þeir séu með myspace:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Súper-lúðar
Superbad er ein af þessum myndum sem að fellur í kramið hjá u.þ.b. öllum - sem hafa húmor fyrir ósmekklegheit. Það er erfitt að hafa ekki gaman af þessari mynd; Hún er fersk, skemmtileg, vel fyndin og gengur upp í vitleysu sinni þrátt fyrir að vera að mestu leyti jarðbundin.

Það er spursmál hvort að fólk hefur verið að hæpa myndina aðeins of mikið þó. Allavega, þá sé ég enga ástæðu fyrir því að kalla þessa mynd einhverja snilld. Ég fór á myndina með frekar háar væntingar, og að einhverju leyti stóðst hún þær ekki, en ég gekk heldur ekkert ósáttur út. Helsti lykillinn að skemmtanagildinu er vafalaust hjá aðalleikurunum. Jonah Hill og Michael Cera eru óviðjafnanlegir sem meginpersónurnar. Þeir eru líka almennt viðkunnanlegir og móta þétt og eftirminnlegt tvíeyki. Christopher Mintz-Plasse er síðan yndislega aulalegur sem stereótýpíski nördinn Fogell og Seth Rogen (sömuleiðis einn handritshöfundurinn) og Bill Hader eru einnig drullufyndnir sem löggubjálfar sem að telja sig geta haldið uppi 'kúlinu.' Kannski fullýktir stöku sinnum og fitta ekki alltaf inn í hversdagslega andrúmsloft myndarinnar, en þeir eru engu að síður góðir saman.

Superbad spilar mikið úr bröndurum sínum í gegnum þessa leikara, og hún gengur upp nánast allan tímann. Handritið er líka hlaðið góðum samræðum og skemmtilegum unglingatengdum krísum. Myndin er samt pínu teygð, og þá heldur mikið. Í stað þess að vera í þéttum 90 mínútum þá rennur myndin upp í 114 og þjáist gífurlega fyrir það að mínu mati.

Superbad fær mann samt sem áður til þess að hlæja duglega, og jafnvel upphátt, sem er mikill kostur fyrir svona mynd. Samt er langt í bestu brandaranna, þó svo að maður er glottandi nánast út lengdina. Stíll myndarinnar er líka virkilega nettur. Tónlistarnotkunin sem og upphafskredit-listinn undirstrikar það að þetta er ekki úldin unglingaræma í standard MTV stíl.

Þessi ræma er ánægjuleg afþreying þrátt fyrir að vera örlítið ofmetin og persónulega, ef ég þyrfti að velja á milli, þá myndi ég frekar kjósa Knocked Up sem eina af betri gamanmyndum ársins.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn