Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Adventureland 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. maí 2009

It was the worst job they ever imagined... and the best time of their lives.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Grínmynd sem gerist árið 1987 og fjallar um nýlega útskrifaðan ungan mann sem fær glataða vinnu í litlum skemmtigarði. Vinnan reynist síðan vera frábær undirbúningur fyrir lífið.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Myndin fjallar um strák sem kemst ekki til útlanda í Eurotrip vegna fjárvanda pabba hans og þarf að vinna í skemmtigarði með pirrandi æskuvini sínum og fullt af öðrum unglingum. Eins og í öllum unglingamyndum veður hann hrifinn af stelpu sem er Stewart úr Twilight (og ég hef ekki séð Twilight) þannig að ég gat dæmt borið saman en hún lék þetta ógeðslega vel.

Leikarar eru misfrægir, Ryan Reynolds, mest frægi leikur þetta vel eins og i flestum myndum hans og Jesse Eisenberg leikur aðalhlutverkið vel, en ekkert sérstakt. Bill Hader og Kristen Wiig voru mjög fyndinn sem eigendur garðsins og plús við rólegu og ófyndnu myndina sem er með nokkra góða brandara, þá oftast klámfengna.

Myndin er ágæt feel-good mynd eða fyrir stelpur í 8.bekk og ofar en ekki fyrir húmorfíkla.
6/10
Bjóst við meira
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hugguleg unglingamynd
Adventureland er ólík hinni dæmigerðu unglingamyndaformúlu að því leyti að hún veltur meira á sjarma heldur en gredduhúmor, eða bara húmor yfir höfuð. Myndin er fyndin vegna þess að persónurnar segja og gera fyndna hluti án þess að þvinga bröndurunum út og hún er góð vegna þess að þér er í raun annt um þær líka. Þarna sér maður hversu ákaflega mjúkur leikstjóri Greg Mottola er innra með sér eftir allt saman, og einnig sér maður að Superbad var ekki endilega besta efnið fyrir hann.

Það sem kom mér hvað mest á óvart við þessa mynd var hvernig hún reynir nánast aldrei að vera fyndin að óþörfu. Hún er ekki einu sinni neitt eftirminnilega fyndin almennt, þannig að ef þið kjósið að horfa á hana í von um regluleg hlátursköst þá eigið þið að öllum líkindum eftir að hata hana. Þau augnablik sem eru fyndin eru meira til að glotta yfir heldur en annað þó svo að það leynist nokkur bráðfyndin atriði inn á milli. Annars, ótrúlegt en satt, þá er það handritið sem ræður mestöllu hér og fjallar myndin á einlægan hátt um ást, vináttu og - gleymum ekki - skítavinnu. Það þarf heldur ekki að grafa djúpt til að finna eitthvað hérna sem hægt er að tengja sig við úr eigið lífi.

Svona týpur af gamanmyndum eru eitthvað svo sjaldséðar, þótt ég skilji alveg hvers vegna. Lágstemmdar myndir sem þessi falla sjaldan léttilega í kramið meðal fólks, þá sérstaklega ungs fólks. Það sem Adventureland gerir, hins vegar, sem margir ættu að kunna að meta hana fyrir er að hún forðast allar helstu klisjur innan síns geira. Auðvitað eru margir kunnuglegir þræðir til staðar og klisjugryfjan er svosem alveg sjáanleg, en myndin dettur samt aldrei ofan í hana. Hún býður einnig upp á trúverðuga ástarsögu, þótt varla sé hægt að kalla hana það. Engu að síður er samband tveggja ákveðinna persóna í þessari mynd sýnt á eitthvað svo... öðruvísi hátt en maður er vanur að sjá og það gerir hana heldur ófyrirsjáanlega.

Persónur myndarinnar eru síðan aldrei gerðar að einhverjum stereótýpum, þótt reyndar fáeinar aukapersónur hafi reynst fáránlega þunnar, en ég kem að því eftir smá. Ungu leikararnir blása einnig miklu lífi í þessa karaktera. Jesse Eisenberg (úr The Squid and the Whale og The Hunting Party) slær hvergi feilnótu sem klassíski lúðinn. Twilight-bomban Kristen Stewart kom mér líka þægilega á óvart og þótti mér persónulega hún bera hvað mest af, en hingað til hefur hún bara verið voða standard ung leikkona og gerði þ.á.m. lítið fyrir mig í fyrrnefndu vampíruþvælunni.

Það er enginn sem stendur sig neitt illa í þessari mynd. Mottola hefur föst tök á leikurunum og fangar mikla kemistríu á milli þeirra. Ég varð hins vegar fyrir vonbrigðum með hvað sumir fengu óvenjulega lítið að gera, og voru meira til skrauts og uppfyllingar heldur en annað. Ryan Reynolds er gott dæmi þar. Maðurinn hefur yfirleitt mikla nærveru á skjánum, en persóna hans er gerð voða einföld og finnst manni eins og meira hefði mátt gera úr henni. Bill Hader og Kristen Wiig eru svipuð, þrátt fyrir að þeirra sérvitru persónur skipti myndinni minna máli. Ég fílaði þau bæði, enda mjög fyndin í sumum senum, en samt fannst mér þau vera skrifuð sem furðufuglar af engri ástæðu og reynast þau vera einhliða út alla myndina. Sama má eiginlega segja um Martin Starr og Margaritu Levieva, sem voru frekar stöðluð sem nördinn og barbídúkkan.

Myndin rúllar samt sem áður vel í gegn og tekst henni að halda athygli manns og rétt rúmlega það. Svo í þokkabót eru '80s lögin vel staðsett og móta alveg bráðskemmtilegt soundtrack fyrir myndina sem ætti eflaust að gefa einhverjum góða slettu af nostalgíu. Ég get því miður ekki fullyrt slíkt, enda gerist myndin á fæðingarári mínu.

Adventureland gerir lítið fyrir þá sem búast við annarri Sex Drive eða Superbad. Onei, hún er meira fyrir þá sem fíluðu myndir eins og Say Anything, Dazed & Confused eða gömlu góðu John Hughes-myndirnar. Þið vitið, þessar sem maður hló ekkert endilega mikið að en hélt sjúklega mikið upp á.

7/10

Eitt enn:
Takið eftir hversu ótrúlega "inn" það að reykja gras er núorðið í bíómyndum, og þótti mér e.t.v. meira vitnað í slíkt í þessari mynd heldur en í Pineapple Express. Spes, en alveg dagsatt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn