Rebbi og kanína vinsælust

Teiknimyndin Zootropolis, sem fjallar um löggukanínuna Judy og rebbann Nick, var vinsælasta mynd nýliðinnar helgar á Íslandi og fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, ný á lista.

Í öðru sæti á listanum er toppmynd síðustu tveggja vikna, ofurhetjumyndin Deadpool, sem notið hefur gríðarlegra vinsælda víða um heim, og í þriðja sæti er síðan ný íslensk mynd, rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk, eftir Óskar Jónasson, en myndin segir frá ungum manni sem lendir í vandræðum þegar hann getur ekki hætt að herma eftir fólki.

zoo

 

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni: Spennutryllirinn Triple 9 fer beint í 6. sætið, Room fer beint í 8. sætið, en aðalleikona myndirinnar Brie Larsson fékk einmitt Óskarsverðlaunin nú um helgina fyrir leik sinn í myndinni, og The Danish Girl fer beint í 12. sætið. Alicia Wikander fékk einmitt Óskarsverðlaunin einnig fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

 

boxoffi