Ratatouille var í gær valin best gagnrýnda mynd ársins að mati RottenTomatoes.com og hlaut því verðlaunin Golden Tomato Award. Fyrir þá sem ekki vita þá geymir vefur Rottentomatoes samansafn af gagnrýnendum yfir þær myndir sem eru í bíó hverju sinni, og búa nú yfir talsverðum gagnagrunn og samansafni yfir myndir.
Ratatouille fékk 96% frá hinum víðfræga Tomatometer! Ratatouille var einnig valin best gagnrýnda teiknimyndin, en The Bourne Ultimatum var valin best gagnrýnda hasarmyndin með 93% fylgi. Juno var valin best gagnrýnda gamanmyndin með 93%. Away from her var valin besta dramað og Grindhouse var valin besta hrollvekjan.
Önnur verðlaun fóru til Sicko sem besta heimildarmyndin, Harry Potter and the Order of the Phoenix sem besta ævintýramyndin, The Lives of Others sem besta erlenda myndin, The Lives of Others sem besti spennutryllirinn og Hot Fuzz sem besta breska myndin árið 2007.

