Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hreint frábær mynd, hæggeng oft á köflum en samt svo áhugaverð. Ekki fyrir spennufíkla, en fyrir þá sem geta hugsað sér að upplifa lítið brot af íllsku kommúnismans þá er vert að sjá þessa mynd. Hér er rennur ekkert blóð. Hér sést enginn beint drepinn. En samt, samt rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Í aðalhlutverkum eru annars vega fulltrúar STASI, sem njósna um allt og alla, hafa lag á að fynna veikleika fólks og fá það til að njósna um kollega sína. Hins vegar eru það leikritaskáld og leikarar, sem reyna að finna sér leið til að vera þeir sjálfir þrátt fyrir hina allt umlykjandi ógn. Maður fær ofurlitla nasasjón af því hve gott það var að kommúnisminn hrundi. Not a goodfeel movie.
Margir sem ég þekki voru frekar ósáttir um að Pan's Labyrinth hafi ekki unnið óskarinn fyrir bestu útlensku kvikmynd á seinustu verðlaunahátíðinni en ég efa að þetta fólk hafi séð Das Leben Der Anderen þar sem hún er mjög sterkur keppinautur, enda vann hún óskarinn. Myndin gerist árið 1985 í austur Berlín þegar sósíalisminn réð ráðum og fjallar um Gerd Wiesler útsendara Stasi leyniþjónustunnar se sérhæfir sig í að fylgjast með þegnum ríkisstjórnarinnar og handtaka svikara. Án þess að grafa of djúpt í söguþráðinn og mögulega skemma fyrir öðrum þá segi ég aðeins að myndin nær að skapa sögu um mjög merkilegt tímabil á mjög mannlegan og raunverulegan hátt. Frammistöður leikaranna voru allar merkilegar, sá merkilegasti verandi Ulrich Mühe sem Wiesel, hann nær að vera ískaldur og yfirborðskenndur en á sama tíma mannlegasta persónan í allri myndinni. Það er ekkert framúrskarandi kvikmyndalega séð við myndina, tæknivinnslan er mjög dæmigerð allt frá myndatöku til klippingu, en myndin er eðaldæmi um venjulega sögusetningu á dramatísku stigi sem hún gerir alveg drulluvel. Ég nenni ekki að reyna útskýra betur af hverju þessi mynd er góð, en ég get allavega mælt með henni, Das Leben Der Anderen er líklega besta þýska mynd sem ég hef séð síðan Der Untergang. Það þarf fleiri þýskar myndir til landsins, við fáum aðeins að sjá nokkrar af þeim bestu en það þarf meira, en ég mæli með Das Leben Der Anderen.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
4. maí 2007