Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Tourist 2010

Frumsýnd: 7. janúar 2011

The Perfect Trip - The Perfect Trap

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Frank, bandarískur ferðamaður, er á leið til Ítalíu í frí. Hann er nýskilinn og er að leita að leið til að létta ástarsorgina. Hann er rétt nýkominn þangað þegar hann hittir Elise, gullfallega og afar heillandi konu sem virðist heilsa upp á hann af tilviljun. Hann heillast umsvifalaust af henni, en veit hins vegar ekki að hin raunverulega ástæða þess... Lesa meira

Frank, bandarískur ferðamaður, er á leið til Ítalíu í frí. Hann er nýskilinn og er að leita að leið til að létta ástarsorgina. Hann er rétt nýkominn þangað þegar hann hittir Elise, gullfallega og afar heillandi konu sem virðist heilsa upp á hann af tilviljun. Hann heillast umsvifalaust af henni, en veit hins vegar ekki að hin raunverulega ástæða þess að hún slæst í för með honum er til að afvegaleiða stórhættulega menn sem eru á höttunum eftir fyrrum elskhuga hennar, glæpamanninum Alexander Pearce. Alexander þessi rændi peningum af öðrum, jafnvel enn hættulegri glæpamanni, og er auk þess hundeltur af leyniþjónustufulltrúa hvert sem hann fer. Þegar Elise og Frank eru komin til Feneyja tekur svo við atburðarás sem varpar Frank óforvendis í hringiðu svika, hættu og ráðabruggs sem dularfullur aðili bakvið tjöldin virðist vera að skipuleggja.... minna

Aðalleikarar

meh
Ég verð að segja að The Tourist er ekki góð mynd, hún er algert miðjumoð og bara mjög gleymd mynd, t.d. ef þú spyrð einhvern um það hvort hann hafi séð þessa mynd, þá hefur hann oftast ekki heyrt um hana.
Þessi mynd er alveg skemmtileg en hún er bara svo illi gerð, illa leikin og bara allt.
Plottið í endann var líka ömurlekt það vissu allir -SPOILER- að Jonny Depp væri kærastin. -SPOILER END-
Það sem pirrar mig mest er að þessi mynd fékk 3 golden-globe tilnefningar wtf!! fyrir bestu gamanmynd og bestu leikara: Angelinu Jolie og Jonny depp, það er það mesta bull sem ég hef heyrt!!
The Tourist er bullandi miðjumoð sem er löngu gleymd.
5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alltof slöpp mynd
The Tourist er mislukkuð njósnasaga um ferðamann(Johnny Depp) og alríkisfulltrúa(Angelina Jolie) sem eru stödd í feneyjum. Allir halda að ferðamaðurinn sé eftirlýstur njósnari þangað til sá rétti hálfpartinn birtist. Fyrsta korterið af þessari mynd lofaði góðu en svo missir hún dampinn og verður þurr og óáhugaverð. Þetta hefði getað orðið mjög góð mynd en hún nýtir ekki nógu margar hugmyndir og sóar mörgu í fíflaskap. Angelina Jolie sýnir stirðan og pirrandi leik og Johnny Depp sefur sig í gegnum myndina þannig að samleikur þeirra tveggja er ekkert spes. Fær eina stjörnu fyrir að vera smá spennandi undir lokin en annars er The Tourist klúður bara. Ég hélt að þetta yrði góð njósnamynd en svo var hún það bara ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn