Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Bourne Ultimatum 2007

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 22. ágúst 2007

This Summer Jason Bourne Comes Home

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
Rotten tomatoes einkunn 91% Audience
The Movies database einkunn 1
/10
The Movies database einkunn 85
/100

The Bourne Ultimatum er þriðja myndin í seríunni sem hófst með The Bourne Identity. Að þessu sinni þarf Jason Bourne að halda áfram að flýja undan CIA og berst eltingarleikurinn víðsvegar um heiminn á meðan Bourne reynir að komast að fortíð sinni.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Ultimatum skiptir um gír og setur fjórhjóladrifið á. Myndin er hröð og heldur manni allan tímann. Maður fær svar við öllum þeim spurningum sem átti eftir að svara og gengur sáttur frá borði. Eltingaleikirnir í þessari mynd eru rosalegir, það er einn á húsþökum Madrid og bílaeltingaleikur á götum New York. Myndir eins þessar eru sjaldgæfar, þ.e. þrjár myndir sem segja heildstæða sögu og gæðin verða bara betri og betri. Ég mæli með að prófa að horfa á þessar myndir í röð af því að þetta er ein saga og af því að söguþráðurinn er ekki með einfaldasta móti. Allt í allt frábær sería.

Við getum átt von á Bourne 4, jafnvel á næsta ári!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jason Bourne er mættur og leitar þeirra sem bera ábyrgð á því að hann er eins og hann er, þ.e. ofurnjósnari sem hefur misst minnið. Eltingaleikurinn berst um Evrópu þvera og endilanga og endar svo í Bandaríkjunum. Söguþráðurinn er einfaldur en myndin er keyrð áfram af þvílíkum krafti að áhorfandinn hefur vart tíma til að ná andanum. Paul Greengrass er að sanna sig sem einn besti leikstjórinn í Hollywood. Hann komst nálægt því með United 93 en með Bourne Ultimatum hefur hann svo sannarlega fest sig í sessi. Stíll Greengrass byggir á hreyfanlegri myndatöku og hröðum klippingum. Hasaratriðin eru, ólíkt öðrum hasarmyndum frá Hollywood, raunsæ og ótrúlega vel útfærð. Hefðbundið slagsmálatriði verður yfirgengilega spennandi í meðförum Greengrass.

Matt Damon er fantagóður sem Bourne. Aðrir leikarar á borð við Albert Finney, David Strathaim og Juliu Stiles gefa myndinni aukna dýpt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hraðskreið og skemmtileg
The Bourne Ultimatum er nánast meira af því sama. Það ætti sennilega ekki að vera slæmur hlutur ef að viðkomandi fílar fyrstu tvær myndirnar. Sjálfum finnst mér báðar The Bourne Identity og Supremacy vera góðar myndir. Þetta eru skemmtilegir þrillerar sem bjóða upp á skotheldan söguþráð sem og jarðbundinn hasar (oftast).

Ultimatum finnst mér e.t.v. vera með sterkasta handritið af myndunum þremur. Myndin er spennandi, hröð og heldur manni alltaf við sætið. Matt Damon er í góðu formi, enda orðinn nett vanur í þetta sinn. Það er einkum áhugavert að sjá hversu breyttur maður Jason Bourne er í hverri mynd, og hvernig Damon sýnir þessa þróun hans er afskaplega áhugavert. Paul Greengrass situr í annað skiptið í leikstjórasætinu, sem er kostur og galli.

Svo það virki ekki eins og ég sé að gefa eitthvað vont í skyn, þá virði ég Greengrass alveg gríðarlega og finnst mér hann vera mjög góður kvikmyndagerðamaður (United 93 er góð undirstrikun þar). Það er samt eitthvað við nálgun hans á þessu efni sem að fer í mig sum staðar, og þetta átti sömuleiðis við um síðustu Bourne-mynd.

Ég skil ekki hvers vegna leikstjórinn skuli ákveða að drekkja svo mörgum senum vegna hraðklippinga og hristings í myndatökunni. Stundum er voða erfitt að greina hvað er á seiði, og þá sérstaklega í háværum ofbeldissenum eða eltingarleikjum. Ég sakna stundum stílsins sem að Doug Liman kom með, enda átti hann aldrei við svona brjálæði að stríða þegar að kom að hasar.

En eins og áður sagði, þá er handritið traust og frammistöðurnar sterkar. Þetta er nettur og skemmtilegur endir á ferskan og eftirminnilegan þríleik. Tónlistarnotkunin í lokin fær jafnframt plús og stígur maður út úr bíóinu ágætlega sáttur. Ég mæli með myndinni, en upp á framtíðina að gera þarf Greengrass alvarlega að hætta að láta kvikmyndatökumanninn virka eins og hann sé hálf taugaveiklaður.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn