Green Zone
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Myndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
Í myndinni er ljótt orðbragð
SpennumyndDramaStríðsmynd

Green Zone 2010

Frumsýnd: 12. mars 2010

6.8 124548 atkv.Rotten tomatoes einkunn 54% Critics 6/10
115 MÍN

Eftir að hafa uppgötvað leynilegt en misheppnað hernaðarleyndarmál, lætur hermaður í Bandaríkjaher sverfa til stáls í leit sinni að gereyðingarvopnum í landi þar sem ófriður ríkir.

Aðalleikarar

Matt Damon

Roy Miller

Greg Kinnear

Clark Poundstone

Brendan Gleeson

Martin Brown

Amy Ryan

Lawrie Dayne

Jason Isaacs

Maj. Briggs

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Raunsæ mynd
Það fer þeim félögum Matt Damon og Paul Greengrass vel að vinna saman, Bourne myndirnar eru frábærar og Green Zone er ekki síðri. Myndin gerist í upphafi Íraksstríðsins og fjallar um hóp hermanna sem hefur það verkefni að finna gereyðingarvopn. Hermennirnir blandast inn í innbyrðisdeilur á milli CIA og hersins og úr verður hörkuspennandi flétta sem heldur áhorfandanum vel við efnið.

Myndin er hrá og klippingar hraðar sem gerir það að verkum að á stundum finnst manni eins og maður sé að horfa á ,,live" myndir úr stríðinu. Áhrifin verða þeim mun betri. Keyrslan er mikil og hasaratriðin fagmannlega unnin. Leikarahópurinn er þéttur og skilar sínu.

Green Zone er fyrsta flokks skemmtun fyrir unnendur góðra hasar- og stríðsmynda. Eins er hún ádeila á stefnu Bandaríkjastjórnar varðandi Íraksstríðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn