Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Green Zone 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. mars 2010

Chief Warrant Officer Roy Miller is done following orders

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Eftir að hafa uppgötvað leynilegt en misheppnað hernaðarleyndarmál, lætur hermaður í Bandaríkjaher sverfa til stáls í leit sinni að gereyðingarvopnum í landi þar sem ófriður ríkir.

Aðalleikarar

Raunsæ mynd
Það fer þeim félögum Matt Damon og Paul Greengrass vel að vinna saman, Bourne myndirnar eru frábærar og Green Zone er ekki síðri. Myndin gerist í upphafi Íraksstríðsins og fjallar um hóp hermanna sem hefur það verkefni að finna gereyðingarvopn. Hermennirnir blandast inn í innbyrðisdeilur á milli CIA og hersins og úr verður hörkuspennandi flétta sem heldur áhorfandanum vel við efnið.

Myndin er hrá og klippingar hraðar sem gerir það að verkum að á stundum finnst manni eins og maður sé að horfa á ,,live" myndir úr stríðinu. Áhrifin verða þeim mun betri. Keyrslan er mikil og hasaratriðin fagmannlega unnin. Leikarahópurinn er þéttur og skilar sínu.

Green Zone er fyrsta flokks skemmtun fyrir unnendur góðra hasar- og stríðsmynda. Eins er hún ádeila á stefnu Bandaríkjastjórnar varðandi Íraksstríðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.07.2016

Jason Bourne leikstjóri - Topp 10 myndir

Paul Greengrass, leikstjóri Jason Bourne, sem frumsýnd verður á morgun, hefur gert margar frábærar spennumyndir, en fyrst ber þar að telja tvær fyrri myndir um ofurnjósnarann minnislausa Jason Bourne, The Bourne Supremacy og ...

22.12.2010

Mest 'downloaduðu' myndir ársins

Baráttan gegn ólöglegu niðurhali gengur enn og þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að koma í veg fyrir að nýjar kvikmyndir séu sóttar af netinu virðist það ekki vera að skila sér. Vefsíðan TorrentFreak gaf nýverið út li...

11.09.2013

Sönn saga af sjóráni

Þessi grein birtist fyrst í septemberhefti Mynda mánaðarins.  Þann 8. apríl árið 2009 rændu nokkrir sómalskir sjóræningjar bandaríska flutningaskipinu MV Maersk Alabama og hugðust nota bæði skipið og áhöfnina til...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn