Rambó verður sjónvarpssería

ramboEntertainment One, Avi Lerner og Nu Image áforma að þróa og framleiða sjónvarpsseríu sem byggð er á hinum geysivinsælu Rambó bíómyndum. Samkvæmt fyrirtækjunum þá standa yfir viðræður við aðalleikara Rambó myndanna, Sylvester Stallone, um að hann taki þátt í verkefninu og að hann muni hugsanlega mæta aftur í hlutverki Rambó.

Rambó er byggð á skáldsögu David Morell, First Blood, og fjallar um fyrrum Víetnam hermann og sérsveitarmann sem er sérþjálfaður í að komast af við erfiðar aðstæður og í skæruhernaði. Búið er að gera fjórar Rambó myndir; First Blood, Rambo: First Blood Part II, Rambo III og Rambo.

„Aðdáendur Rambó má finna á öllum þjóðfélagsstigum og við erum sannfærð um að við komum seríunni fljótt í sýningar,“ sagði sjónvarpsstjóri eOne John Morayniss.

 

Stikk: