Prútta um verð á Emmy-styttu

barely-legal-pawn_612x381Gamanleikkonan Julia Louis-Dreyfus hefur alls fjórum sinnum fengið Emmy-verðlaun fyrir ógleymanleg hlutverk í þáttum á borð við Seinfeld, The New Adventures Of Old Christine og nú síðast fyrir Veep. Þegar stytturnar eru orðnar svona margar þá ætti ekki að vera erfitt að láta eina af hendi, eða hvað.

Í nýju atriði sem var gert fyrir Emmy-verðlaunin fer Louis-Dreyfus með styttuna sem hún vann fyrir hlutverk sitt í Seinfeld í veðlánabúð því hún þarf að borga fyrir eyju sem hún keypti á netinu. Þegar Louis-Dreyfus mætir á staðinn þá taka á móti henni engir aðrir en Breaking Bad-leikararnir og Emmy-verðlaunahafarnir Bryan Cranston og Aaron Paul í hluverkum svikahrapparanna Buzz Jackson og Randy Jackson.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega atriði og fara leikararnir hreinlega á kostum á köflum.