Prisoners fanga fjöldann

Spennutryllirinn Prisoners, með Hugh Jackaman, Jake Gyllenhaal og Paul Dano fór beint á toppinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum nú um helgina og þénaði rúmar 4,6 milljónir króna. Teiknimyndin Turbo landaði öðru sætinu á listanum, en hún kom einnig á fleygiferð ný inn á lista.

Prisoners-Jake-Gyllenhaal-Hugh-Jackman

Prisoners fjallar um Dover-fjölskylduna og Birch-fjölskylduna sem eru nágrannar og vinir og búa í úthverfi í New York og tilheyra millistéttinni. Hvor hjón fyrir sig eiga tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur. Á þakkargjörðardaginn fer Dover-fjölskyldan í matarboð til Birch-hjónanna og barna þeirra. Eftir mat kemur í ljós að ungu dæturnar tvær eru horfnar og ekki líður á löngu uns fjölskyldurnar átta sig á því að þeim hefur verið rænt. Lögreglan mætir á staðinn undir forystu rannsóknarlögreglumannsins Loka og fær strax vísbendingu um hver það hefur verið sem nam telpurnar á brott. Sá aðili er handtekinn en við rannsókn kemur ekkert í ljós sem bendlar hann við hvarf stúlknanna þótt hegðun hans sé frekar grunsamleg. En sagan er rétt að byrja …

Toppmynd síðustu vikna, teiknimyndin Aulinn ég 2, datt niður í þriðja sæti listans og í fjórða sæti, upp um eitt sæti á milli vikna, er íslenska myndin Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson. 

Fimmta sætið féll svo í skaut þeirra Joseph Gordon-Levitt og Scarlett Johansson, sem leika aðalhlutverkin í myndinni Don Jon.

Ein ný mynd er á listanum til viðbótar, myndin About Time, sem fer beint í sjöunda sæti listans.

Smelltu hér til að skoða hvaða myndir eru í bíó. 

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar í bíó

Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu myndanna í bíó í dag:

listinn