Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Prisoners 2013

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 4. október 2013

Every Moment Matters / A Man Who´s Lost Everything, Is Capable of Anything.

153 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
Rotten tomatoes einkunn 87% Audience
The Movies database einkunn 70
/100

Dover-fjölskyldan og Birch-fjölskyldan eru nágrannar og vinir sem búa í úthverfi í New York og tilheyra millistéttinni. Hvor hjón fyrir sig eiga tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur. Á þakkargjörðardaginn fer Dover-fjölskyldan í matarboð til Birch-hjónanna og barna þeirra. Eftir mat kemur í ljós að ungu dæturnar tvær eru horfnar og ekki líður á... Lesa meira

Dover-fjölskyldan og Birch-fjölskyldan eru nágrannar og vinir sem búa í úthverfi í New York og tilheyra millistéttinni. Hvor hjón fyrir sig eiga tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur. Á þakkargjörðardaginn fer Dover-fjölskyldan í matarboð til Birch-hjónanna og barna þeirra. Eftir mat kemur í ljós að ungu dæturnar tvær eru horfnar og ekki líður á löngu uns fjölskyldurnar átta sig á því að þeim hefur verið rænt. Lögreglan mætir á staðinn undir forystu rannsóknarlögreglumannsins Loka og fær strax vísbendingu um hver það hefur verið sem nam telpurnar á brott. Sá aðili er handtekinn en við rannsókn kemur ekkert í ljós sem bendlar hann við hvarf stúlknanna þótt hegðun hans sé frekar grunsamleg. En sagan er rétt að byrja ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn