Glænýtt plakat fyrir kvikmyndina Kóngavegur var að detta inn og Kvikmyndir.is hlýtur heiðurinn að vera fyrsti netmiðillinn til að birta það. Þið getið séð það hér fyrir neðan.
Myndin gerist í hjólhýsahverfi og segir frá atburðum sem eiga sér stað
þegar.Júníor snýr aftur heim til Íslands eftir þriggja ára fjarveru
erlendis. Hann kemur með ýmis vandræði í farteskinu og vonar að faðir
hans geti leyst úr þeim en heimkoman reynist ekki vera alveg sú sem hann átti von á.
Valdís Óskarsdóttir (Sveitabrúðkaup) skrifar og leikstýrir myndinni.

