Pitbull hvatti Travolta til að vera sköllóttur

Stórleikarinn John Travolta hefur nú verið sköllóttur í nokkra mánuði, en hann frumsýnd það útlit snemma á þessu ári. Leikarinn er annars þekktur fyrir þykkt og mikið hár sitt.

Travolta á yngri árum með Olivia Newton John.

Nú hefur Travolta upplýst hver það var sem hvatti hann til að skipta um útlit með þessum hætti.

„Ég og Pitbull urðum vinir – þú veist, við sem gerum þetta þurfum að standa saman,“ sagði Travolta við leikkonuna og rithöfundinn Lena Waithe, sem var gestastjórnandi hjá Jimmy Kimmel Live!. „Bæði hann og fjölskylda mín hvöttu mig áfram.“

Pitbull, er rapptónlistarmaður frá Miami, sem hefur verið áberandi á vinsældarlistum heimsins með lög eins og Timber og Give me Everything.

Travolta mætti í þáttinn ásamt dóttur sinni Ella Bleu— en þau leika saman í kvikmyndinni The Poison Rose sem er væntanleg í bíó.

Waithe byrjaði að tala um hárið á Travolta strax í upphafi samtalsins. „Þú ert með frekar frægt hár,“ sagði hún. „Þú varst með þennan tígullega makka. Og svo settirðu þessa ljósmynd á netið … fólk vissi eiginlega ekki hvað það átti að halda, þetta fór á flug á netinu, áttirðu von á því?“

Travolta svaraði og sagði: „Nei! Þetta er nú bara ný klipping.“

„Síðast þegar eitthvað með mér fór á flug á netinu var þegar ég fór vitlaust með nafn Idina Menzel á Óskarsverðlaunahátíðinni.“

Leikarinn skaut því einnig að í viðtalinu að þetta væri reyndar ekki í fyrsta skipti sem hann er sköllóttur, því hann hafi skartað slíku útliti í kvikmyndinni From Paris With Love árið 2010.