Pirates of the Caribbean 4 plakat

Eins og margir ættu eflaust að vita, er fjórða myndin í Pirates of the Caribbean seríunni á leiðinni í bíóhús. Johnny Depp snýr að vitaskuld aftur sem sjóræninginn víðfrægi Jack Sparrow en í þetta skiptið er það Penélope Cruz sem slæst í för með honum sem gullfallegt svikakvendi, ásamt því að Geoffrey Rush endurtekur hlutverk sitt sem Barbossa, fyrrum óvinur Jacks. Þau leggjast á eitt við að stöðva illmennið heimsfræga Svartskegg, leikinn af Ian McShane, sem ætlar sér að verða fyrstur manna til að finna hinn goðsagnakennda æskubrunn.
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta „teaser“ plakatið fyrir myndina, sem mun bera heitið Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides, en tökur eru hafnar og myndin mun líta dagsins ljós í lok sumars 2011.

B.D.S