Ofurhetja leggur ofurhetjuher

Ofurhetjan, og súpersmellurinn, Deadpool gerði sér lítið fyrir og hratt heilum ofurhetjuher í Avengers: Infinity War niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans, og hrifsaði þar með toppsætið með stæl, ný á lista. Tekjur  Deadpool 2 af sýningum helgarinnar námu ríflega 13,6 milljónum króna hér á Íslandi.

Í þriðja sætinu, og niður um eitt sæti á milli vikna, er gamanmyndin I Feel Pretty, um konu sem finnst hún vera fallegasta kona í heimi.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Fyrst ber að telja teiknimyndina Krumma klóka, sem flaug rakleiðis í 10. sæti aðsóknarlistans, og hinsvegar er það Eldfim ást, en hún er í rauninni ekki glæný, þar sem hún var í bíó í vetur einnig.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: