Náðu í appið
I Feel Pretty
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

I Feel Pretty 2018

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 11. maí 2018

Change everything Without changing anything

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 48
/100

Renee Bennett er ung kona sem er óánægð með eigið útlit og gerir sér lífið leitt með draumum um að líta út eins og fyrirsætur á borð við Naomi Campell, Emily Ratajkowski og fleiri slíkar. Dag einn þegar hún er á fullu í ræktinni dettur hún af hjólinu, rekur höfuðið harkalega í og rotast. Þegar hún rankar við sér hefur sýn hennar á líkama sinn... Lesa meira

Renee Bennett er ung kona sem er óánægð með eigið útlit og gerir sér lífið leitt með draumum um að líta út eins og fyrirsætur á borð við Naomi Campell, Emily Ratajkowski og fleiri slíkar. Dag einn þegar hún er á fullu í ræktinni dettur hún af hjólinu, rekur höfuðið harkalega í og rotast. Þegar hún rankar við sér hefur sýn hennar á líkama sinn og útlit gjörbreyst.Eftir að Renee rankar við sér eftir slysið í ræktinni og sér sig í spegli sér hún sig ekki eins og áður heldur sér hún bara gullfallega konu sem gefur helstu ofurfyrirsætum heims ekkert eftir í útliti og líkamsvexti nema síður sé. Þetta gjörbreytir samstundis allri framkomu hennar sem í stað þess að einkennast af óöryggi og feimni verður nú allt í einu geislandi af sjálfstrausti og öryggi konu sem hefur ekki nokkrar einustu áhyggjur af því hvernig hún lítur út og efast ekki lengur í eina sekúndu um hæfileika sína á öllum sviðum. En hvað gerist þegar áhrifin af höfuðhögginu hverfa?... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn