Nýtt plakat fyrir 'Knight of Cups'

Nýjasta kvikmynd Terrence Malick, Knight of Cups, var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í dag. Aðdáendur Malick hafa beðið eftir þessari mynd eftir að leikstjórinn sendi frá sér The Tree of Life og To the Wonder árin 2011 og 2012.

Myndin fjallar um mann sem fangi frægðarinnar í Hollywood. Hann býr í gerviheimi og leitar að hinum raunverulega tilgangi lífsins.

Með helstu hlutverk í myndinna fara Christian Bale, Natalie Portman, Brian Dennehy, Antonio Banderas, Freida Pinto, Wes Bentley, Isabel Lucas, Teresa Palmer, Imogen Poots og Ben Kingsley.

Nýtt plakat fyrir myndina var opinberað um helgina og má sjá það hér að neðan.

knight of cups