Nýtt hjá J-LO

Jennifer Lopez er orðuð við nánast allar myndir í Hollywood þessa dagana. Nýjustu fregnir herma að hún vilji taka að sér að leika eiginkonu Hector Lavoe í kvikmynd um ævi hans, en hann var goðsögn í salsa. Þrátt fyrir gríðarlega gott gengi á opinberum vettvangi, þá var hann umkringdur eiturlyfjum, dauða og þunglyndi. Söngvarinn Marc Anthony ( Bringing Out the Dead ) á í samningaviðræðum um að leika Hector, og myndi Lopez leika Nilda Roman Perez sem var eiginkona hans. Tökur á myndinni eiga að hefjast um leið og Lopez lýkur vinnu við Jersey Girl, mynd leikstjórans Kevin Smith.

Nýtt hjá J-Lo

Eftir velgengni bæði X-Men og Spider-Man, þá vilja allir komast í feitt og gera myndasögumynd sem slær í gegn. Jennifer Lopez er ein af þeim, og ætlar bæði að framleiða og leika aðalhlutverkið í myndinni Shrink. Fjallar hún um ofurkonu eina, sem sest er í helgan stein. Hún einbeitir sér að því í staðinn að veita öðrum ofurhetjum sálfræðiráðgjöf. Myndinni hefur verið lýst sem samblandi af X-Men og Analyze This. Columbia kvikmyndaverið stendur á bak við myndina.