Nýr trailer fyrir The Rum Diary með Johnny Depp

Glænýr Trailer er kominn fyrir nýjustu mynd Johnny Depp, The Rum Diary, en myndin er gerð eftir sögu Hunter S. Thompson. Johnny Depp lék einmitt Hunter S. Thompson í myndinni Fear and Loathing in Las Vegas, sem leikstýrt var af Terry Gilliam, og kom út árið 1998. Depp var einnig sögumaður í heimildarmynd Alex Gibneys: The Life and Work of Dr. Hunter S. Thompson árið 2008.

Í The Rum Diary leika einnig þau Amber Heard, Aaron Eckhart, Giovani Ribisi og Richard Jenkins en leikstjóri er Bruce Robinson. The Rum Diary verður frumsýnd 28. október nk.

Smellið hér til að skoða trailerinn.