Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Rum Diary 2011

(Hunter S. Thompson's The Rum Diary)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. desember 2011

One part outrage. One part justice. Three parts rum. Mix well.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 56
/100
Amber Heard vann Spotlight Awards á Hollywood Film Festival.

Við kynnumst hér rithöfundinum Paul Kemp sem ferðast til San Juan í Puerto Rico þar sem hann fær starf hjá þriðja flokks blaði, The San Juan Star. Þótt launin væru léleg og aðstæðurnar bágbornar bar Paul þá von í brjósti að starf hans gæti hjálpað honum við að klífa virðingarstigann. Vandamálið var að Paul var nokkuð mikið gefinn fyrir áfengi... Lesa meira

Við kynnumst hér rithöfundinum Paul Kemp sem ferðast til San Juan í Puerto Rico þar sem hann fær starf hjá þriðja flokks blaði, The San Juan Star. Þótt launin væru léleg og aðstæðurnar bágbornar bar Paul þá von í brjósti að starf hans gæti hjálpað honum við að klífa virðingarstigann. Vandamálið var að Paul var nokkuð mikið gefinn fyrir áfengi og önnur vímuefni sem drógu hann í þveröfuga átt frá draumum hans. Þegar við bættist að hann var staddur á stað þar sem sannkallaðar dreggjar mannfólksins voru saman komnar er kannski ekki von að hlutirnir hafi farið eins og til stóð hjá okkar manni ...... minna

Aðalleikarar

EIns gott að Thompson sé dauður...
Ég segi það bara því ef hann hefði séð þessa mynd þá hefði hann líklega framið sjálfsmorð og þá af öðrum ástæðum. Maðurinn sagðist alltaf ætla drepa sig kringum fimmtugt svo þegar hann nálgaðist sjötugt þá fannst honum hentugt að enda þetta. Þessi mynd tekur bókina sem hann skrifaði og misheppnast gersamlega að þýða kjarninnihaldið á skjáinn. Bókin er þroskasaga ungs fréttamanns í Puerto Rico meðan allt líf hans virðist vera að hrynja í kringum hann. Þar á meðal er mikið af áfengisdrykkju eins og titillinn gefur til kynna og ýmis önnur vafasöm efni.

Hvað er myndin um? Ég veit það ekki ennþá. Ég fann ekki fyrir breytingu á aðalpersónunni, svo ég get ekki kallað hana þroskasögu. Aðalpersónan sem heitir Paul Kemp hefði alveg eins mátt kalla Raoul Duke, þar sem persónan er afar augljóslega að reyna vera nær Hunter S. Thompson heldur nokkurn tíman persónunni í bókinni. Myndin virtist vera röð af random atriðum úr bókinni án neins samhengis, á meðan bókin var sundurtætt þá hélt hún samhenginu með að upplýsa lesandann um hugarástand Kemps. Þetta vantaði í myndina að mestu leiti.

Þar á meðal er ég mikill aðdáðandi kvikmyndarinnar Fear & Loathing in Las Vegas eftir Terry Gilliam. Sá maður skildi efnið sem hann var að vinna með það vel að þegar ég les bókina þá finnst mér ég vera lesa myndina. Bruce Robinsons hinsvegar, virðist ekki hafa sambærilegan skilning á hugarástandi Hunter S. Thompsons. Bækurnar hans voru nánast allar endurspeglanir af furðulegu hans ímyndunarafli sem hann notaði til að "filtera" raunveruleikann í gegnum.

Robinson sem hefur ekki gert kvikmynd í nánast 20 ár og hefur átt sögu af áfengis og fíkniefnavandamál skilst mér, sýnir bókinni ekki mikla ást. Í stað þess að gera kvikmynd um persónulegu þroskasögu aðalpersónunnar þá fer hann aðra leið sem ég á erfitt með að lýsa með orðum. Breytingarnar sem hann gerir við söguna eru fáar en þær hafa öll mikil áhrif á heildarmyndina. Bókin er sundurtætt, stútfull af persónum og nánast alger óreiða. Þrátt fyrir það þá er lúmsk framvinda í sögunni og maður finnur fyrir breytingunni í aðalpersónunni. Kvikmyndin hefur þetta ekki, þrátt fyrir að vera mikil einföldun á bókinni þá er minna samhengi í henni heldur nokkurn tíman í bókinni. Orðin sem Hunter skrifaði svo vel einfaldlega koma ekki til skila á skjánum.

Johnny Depp stendur sig ágætlega, þó ég fann meira fyrir ungum Raoul Duke með hári heldur en Paul Kemp úr bókinni. Amber Heard er frekar mikið meh sem ljóskan sem Paul Kemp er að slefa yfir. Þessi leikkona er nú bara eitt stórt meh og er bara slefefni fyrir karlmenn sem fíla það að hún sé í lesbísku sambandi þessa dagana. Ég man ekki eftir einu hlutverki þar sem hún sýndi alvöru leikhæfileika. Bestu leikframmistöðurnar komu frá mönnunum sem léku þann part myndarinnar sem var nærst bókinni í anda, fréttastofan og fréttamennirnir. Richard Jenkins, Michael Rispoli og sérstaklega Giovanni Ribisi ná að negla persónur sínar frekar vel.

Eins neikvæður og ég hef verið í þessari umfjöllun þá er myndin ekki ömurleg, hún er bara svo langt frá gæðastigi bókarinnar að hún á ekki mikið hrós skilið. Þessi mynd sleppur sem algert miðjumoð og sem sóun á möguleikum fyrir eðalkvikmynd. Í stað þess að fá þennan útbrennda leikstjóra Bruce Robinson sem er ekki beint neinn gæðastimpil þá hefðu þeir átt að fá mann eins og Richard Shepard sem gerði The Matador og The Hunting Party. Enginn meistaraleikstjóri skal ég viðurkenna en sá maður kann að gera myndir um vinasambönd karlmanna og hann hefur hressan og ferskan stíl, eitthvað sem þessi mynd hefði haft gott af.

Aðrir gæti dæmt þessa kvikmynd með meira hlutleysi en ég, þar sem ég er aðdáðandi bókarinnar þá get ég engan vegin mælt með þessari mynd. Mig grunar þó að Hunter S. Thompson myndi vera sammála mér, þó hann myndi kannski ekki fremja sjálfsmorð útaf því.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.09.2020

Vill fresta réttarhöldunum vegna ótrúlegra skepna

Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur lagt fram beiðni um frest á áframhaldi réttarhalda hans gegn fjölmiðlinum The Sun. Frá þessu var fyrst greint í Deadline og segir þar að tökur á þriðju Fantastic Beasts myndinni stangis...

09.09.2013

Frumsýning: Paranoia

Sambíóin frumsýna fléttutryllinn Paranoia á næsta föstudag, þann 13. september. Með aðalhlutverk fer ungstirnið Liam Hemsworth og leikur þar á móti ekki minni spámönnum en Harrison Ford og Gary Oldman. Sjáðu stikl...

12.12.2011

Mildur og bragðlaus sopi

Til þess að fjalla um þessa mynd þarf maður helst að minnast á költklassíkina Fear and Loathing in Las Vegas. Hún var kannski pínulítið stefnulaus, fráhrindandi og kaotísk, en jafnvel þeir sem hata hana myndu viðurkenna að h...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn