Nýr trailer fyrir næstu Bond

 Yahoo! Movies hafa birt glænýjan trailer fyrir næstu Bond mynd, en hún ber nafnið Quantum of Solace og er númer 22 í röðinni. Daniel Craig er enn í hlutverki Bond og ku fara mikinn í myndinni, rétt eins og í Casino Royale.

Trailerinn sýnir okkur ný atriði og eykur spennuna eftir myndinni alveg rosalega, en undirbúningur við útkomu hennar er í fimmta gír hjá framleiðendunum þessa dagana. Þennan eiturnetta trailer má sjá hér fyrir neðan.

Quantum of Solace verður heimsfrumsýnd þann 14.nóvember næstkomandi.