USA Today hafa birt tvær nýjar myndir úr næstu Harry Potter mynd, en hún heitir Harry Potter and the Half-Blood Prince og er frumsýnd í Bandaríkjunum 21.nóvember, en enn er ekki búið að ákveða frumsýningardagsetningu á Íslandi. Verið er að leggja lokahönd á myndina á þessari stundu og vonandi í næstu sýningu verða keyrðar prufusýningar fyrir heppna valda aðdáendur og gagnrýnendur.
Í myndinni er Harry Potter að hefja 6.skólaárið sitt í Hogwarts og lærir meira um myrka fortíð Voldemort með hjálp gamallrar bókar sem búið er að merkja „Property of the Half-Blood Prince.“
Efri ljósmyndin sýnir okkur ógnvænlegan ungan Voldemort, leikinn af frænda Ralph Fiennes, en hann leikur einmitt eldri útgáfuna af Voldemort. Neðri ljósmyndin sýnir okkur Dumbledore í harðri baráttu. Myndirnar báðar eru teknar úr trailernum sem kemur á netið í dag, og munum við að sjálfsögðu setja hann inn strax og hann berst.
Smellið á myndirnar hér fyrir neðan fyrir betri upplausn, krækjan neðst kemur ykkur á ansi skemmtilega myndasýningu með 11 myndum + texta og útskýringum úr Harry Potter and the Half-Blood Prince.
Smellið hér fyrir 11 mynda Harry Potter and the Half-Blood Prince myndasýningu m/útskýringum í boði USA Today



