Nýja Pamela Anderson – Fyrsta mynd!

Dwayne Johnson, einn aðalleikarinn í nýju Baywatch myndinni, skemmtir sér greinilega mjög vel á tökustað myndarinnar miðað við allar myndirnar og myndböndin sem hann deilir á samfélagsmiðlum þessa dagana.

baywatch

Í dag kynnti hann fyrir umheiminum í fyrsta sinn Kelly Rohrbach í hlutverki CJ Parker, en það er ein frægasta persóna Baywatch sjónvarpsþáttanna, leikin af Pamela Anderson.

Dwayne Johnson leikur persónuna sem David Hasselhoff lék í þáttunum, en Johnson staðfesti fyrr í vikunni endurkomu David Hoff, eins og leikarinn heitir núna, í Baywatch, eins og við sögðum frá á dögunum.

Talið er að Pamela Anderson leiki ekki sama leik og Hoff, og komi fram í gestahlutverki, en hún tjáði sig um endurgerðina á síðasta ári og sagði „enginn er hrifinn af endurgerðum.“

Engu hefur þó verið játað né neitað um hennar aðkomu.

Aðrir helstu leikarar eru Zac Efron, Alexandra Daddario, Ilfenesh Hadera, Priyanka Chopra og Hannibal Buress.

Myndin fjallar um ábyrgðarfullan strandvörð, sem Johnson leikur, sem vinnur með ungum töffara, sem Zac Efron leikur, í að bjarga ströndinni frá gereyðingu af völdum olíumengunar.

Seth Gordon (Horrible Bosses) leikstýrir.