Ný stikla frá Pixar

Inside-Out-Teaser-PosterNýjasta myndin frá teiknimyndarisanum Pixar, Inside Out, verður frumsýnd í sumar.

Myndin fjallar um táningsstelpu sem er tekin út úr sínu þægilega umhverfi í Minnesota yfir til San Fransisco. Í lýsingu Pixar vilja þeir einnig nefna að myndin fari með áhorfandann í ferðalag um huga stelpunnar og foreldra hennar.

Meðal þeirra sem raddsetja myndina eru Diane Lane, Bill Hader, Amy Poehler og Mindy Kaling. Inside Out verður svo frumsýnd þann 19. júní næstkomandi.

Fyrsta teiknimynd Pixar, Toy Story, var útgefin 1995 og hún er fyrsta tölvuteiknaða kvikmynd sögunnar. Síðan þá hafa fimm fyrstu kvikmyndir Pixar skilað 2,5 milljörðum bandaríkjadala í miðasölum kvikmyndahúsa.

Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr myndinni.