Gagnrýni eftir:
Maid in Manhattan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er um Marishu(Jennifer Lopez) sem er ræstingarkona á fínu hóteli svo kynnist hún manni sem er mikils metinn og hann verður ástfangin af henni en hann heldur að Marisha sé önnur en hún er og hún lætur hann halda það. Þetta er ágætismynd en samt svolítið týpísk en fær samt 2og1/2 stjörnu hjá mér.
The Shining
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er um Jack Torrance (Jack Nicholson) sem flyst ásamt fjölskyldu sinni á hótel sem hann á að gæta yfir vetrartímann. Síðan með tímanum verður hann klikkaðri klikkaðri og á endanum reynir hann að drepa konuna sína og barn. Þetta er FRÁBÆR hryllingsmynd og spennan eykst stöðugt ég gef henni 3og1/2 stjörnur fyrir gott handrit og frábæran leik. ÉG MÆLI MEÐ HENNI!!!
40 Days and 40 Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er um Matt (Josh Hartnett) sem er nýskilinn og hann er ekki búin að jafna sig eftir það. Hann ákveður að fara í kynlífsbindindi í 40 daga. Síðan kynnist hann stelpu sem hann verður hrifin af........... Ég hélt að þessi mynd yrði miklu skemmtilegri en Josh Hartnett bjargaði myndinni alveg með útlitinu og góðum leik.
Dragonfly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er um mann sem er nýbúinn að missa konuna sína sem fórst í slysi. Hún vann á spítala til að hjálpa krabbameinssjúkum börnum og þau segja honum að hún vilji ná einhverskonar tengslum við hann. Og hann trúir þeim og reynir að komast að hvað hún vill. Ég mæli með þessari mynd -> sérstaklega fyrir þá sem fýla Kevin Costner
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekkert sérstök mynd, Adam Sandler(aðalleikarinn)leikur alltaf í svipuðum myndum með sömu mótleikurunum og maður er bara komin með leið á því og í byrjun myndarinnar vissi maður hvernig myndin endaði. En hún fær nú samt eina stjörnu því Adam Sandler lék þetta alveg ágætlega. Myndin er um mann sem býr í litlum bæ, frændi hans sem er ný dáin átti fullt af peningum og Deeds á að fara til New York og skrifa undir einhverja samninga og síðan á hann að eiga peningana en það er alltaf fréttarstöð sem fylgist með honum án þess að hann viti af því.....................og síðan er bara spurning hvernig myndin endar?
Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin fjallar um konu sem kynnist góðum manni(eða það heldur hún). Þau gifta sig og eignast barn og lifa mjög góðu lífi þangað til hún kemst af því að hann heldur framhjá og hún talar við hann um það en þá fer hann að lemja hana. Hún ákveður að fara frá honum með barnið með sér.Þá fer hann að elta hana og myndin gengur út á þann eltingaleik.Góð mynd með Jennifer Lopez í aðalhlutverki;o)