Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The School of Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar mynd og á hún eftir að lifa í hug og hjörtu mann um aldur og ævi. Myndin fjallar um Dewey Finn (Jack Black) sem lifir fyrir að rocka. Hann býr hjá félaga sínum og kærustu hans og vill hún henda honum út ef hann borgar ekki leiguna sína. Svo verður þetta ekkert skárra þegar hann er rekinn úr hljómsveitinni sinni. Til þess að fá peninga þykist hann vera félagi sinn (sem hann býr hjá) sem er forfallakennari og fer að kenna krökkunum að rocka af Guðs náð og gerir smá hljómsveit með þeim. Þetta er frábærlega vel leikinn mynd og eru taktarnir hjá Jack Black alveg rosalegir. Það er góður boðskapur í myndinni og ekki má gleyma tónlistinni. Ég ráðlegg öllum að fara á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuck on You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svo sem ágætis skemmtun, en er ekki neitt rosalega góð. Hér er um að ræða mynd eftir Farrelly bræður sem gerðu t.d. There is somthing about Mary og Me, myself and irene. Þessi fjallar um síems-tvíbura sem búa í einhverju krummaskurði í Bandaríkjunum. Annarr þeirra á skyndibitastað en hinn er leikari. Þeir ákveða svo að fara til L.A. til þess að leyfa Walter (sem er leikarinn) að upfylla drauma sína um að leika eitthvað alvarlegra en bara einn á sviði í smábænum sem hann býr í. Þegar þangað er komið hitta þeir Cher sem leikur sjálfa sig og hún gefur honum hlutverk í þáttum sem hún leikur í og þá byrja hjólin að snúast fyrir þá félaga. Þetta er ekki besta mynd þeirra Farrelly bræðra, þó voru brandararnir fínir og maður hló alveg en þegar yfir er litið er þetta frekar slöpp mynd. Leikurinn hjá Matt Damon og Greg Kennyer var ágætur en hjá Cher var hann alveg hörmulegur og hefði myndin verið mun betri ef Cher væri ekki í henni, það var bara leiðinlegt þegar hún birtist á tjaldinu. Hún er búin að fara í svo margar strekkingar að manni líður illa að horfa á hana. Þau ykkar sem langar að sjá hana ráðlegg ég ykkur að bíða þangað til hún kemur út á leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svo ógeðslega góð að ég get ekki beðið eftir seinni hlutanum af henni. Hún er bara pure-a Quinten Tarantino mynd og þeir sem seigja að hann er að missa tuch-ið sitt þá hafa þeir rangt fyrir sér. Hún fjallar um brúðurina (the bride) sem leikin er af Umu Thurman og er hún algjör snilld í þessu hlutverki. Brúðurinn var í leynilegu félagi en þegar hún vill komast út úr því þá drepur þetta félag manninn hennar og skjóta hana í hausinn en hún lifir af og vill fá hefndum sínum framfleytt. Þessi mynd er mjög vel sett upp og maður nær öllu þó maður þurfi að fylgjast vel með allann tímann. Leikararnir eru alveg frábærir og svo má ekki gleyma tónlistinni sem er mjög góð er alveg í Tarantino stílnum. Sumir seigja að hún er ofbeldisfull en ég er á öðru máli því þetta er allt svo gerfilegt að maður finnst þetta ekki ganga of langt, bardagarnir er eins og gömul kínversk slagsmála mynd frá svona sirka 1978 eða eitthvað en samt algjör snilld. Þetta er mjög góð mynd og ég vona að seinni hlutinn verði jafn góður ef ekki betri.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Texas Chainsaw Massacre
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frekar slöpp mynd sem hefði mátt vinna betur að. Það eru engin bregðu atriði og hún er alltof fyrirsjáanleg. Hún hefði getað orðið mjög góð ef þetta hefi verið lagað. Maður var orðinn frekar þreyttur í bíóinu þegar seinni hlutinn var og ég sé eftir því að þurfa að borga 800 kall inn. Þessi ræma fjallar um nokkur stikki af unglingum sem eru að fara á Lynard Skynard tónleika og keyra í gegnum einhvern skíta bæ þar sem undarlegir hlutir fara að gerast og þar býr einmitt the Texas chainsaw massacre sem drepur eins og villeisingur. Eins og ég sagði áðan er þetta léleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara án efa ein besta mynd sem ég hef séð. Samt er Lotr 1 lang best því það er upphafið af sögunni en þessi kemst mjög mjög mjög nálægt henni. Hún er (eins og flestir vita) um hringinn eina. Fróði og Sómi eru ennþá á leið sinni að Mordor til þess að eyðileggja hringinn og Aragorn er að verða konungur yfir Gondor en það eru ýmsar hindranir sem verða fyrir þeim sem þeir verða að kljást við, svo sem stríðið við hið illa og það að hringurinn er að verða sterkari og sterkari. Tæknibrellurnar eru alveg frábærar og það er alltaf eitthvað nýtt sem slær mann aðlveg í rot. Það eru samt nokkur smávægileg atríði sem hefði mát laga t.d. að loka korterið er frekar langdregið og þessir svokölluðu one-linerar eru orðnir frekar þreyttir en annars er þetta bara snilld út í gegn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Recruit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð og spennandi mynd með nýstyrninu Colin Farrell og gömlu kempunni Al Pacino. Myndin fjallar um Colin Farrell sem er ungur drengur sem á framtíðina fyrir sér í tölvumálum og vinnur sem barþjónn á kvöldin þegar eitt kvöldið kemur Al Pacino og recruit-ar hann í þjálfun fyrir CIA og þá hefst allskonar spenna og gaman. Þetta er rosa góð mynd með fullt af góðum leikurum. Mér finnst hún mjög vel leikinn og leikstýrð. Það er aðeins einn stór galli og það er hvað hún er fyrirsjáanleg en annars hin besta skemmtun. Sé ekki eftir því að borga fyrir mig í bíó á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hunted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta var hin fínasta ræma og vanntaði ekki spennuna. Hún fjallar um sérsveitamannainn Hallam (Benicio Del Toro) sem er sendur í svaðilör en eru minningarnar úr förinni alveg að fara með hann og hann snappar. Þá er Tommy Lee Jones sendur á eftir honum til þess að ná honum og hefst stórkostleg spenna. Það eru mjög flott bardagaatriði í myndinni eða öllu heldur hnífabardagar sem kemur manni í rétta fílinginn. Ég verð að segja að þetta er mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jackass: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta vera ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Hún er eiginlega ekki um neitt sérstakt nema fíflagang. Það eru brot sem aldrei hafa sérst áður í þáttunum. Þetta er samt meiri spólumynd en bíómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Spy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svo sem ágætis mynd fyrir þá sem fýla Eddie og Owen. Hún fjallar um njósnara (Owen) sem er sendur til að ná í einhverja flugvél og hann á að vinna með boxaranum Kelly Robbinson (Eddie). Þeim líkar ekki við hvorn annan í byrjun en svo verða þeir vinir sem er alveg týpíst. Eins og ég sagði er þetta hin ágætasta ræma en er svolítið fyrirsjáanleg. Hún er full af aulabröndurum og sprengjum. Niðurstaða= fín
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei